Kransakveld #1…

ég er svoooo mikið jólabarn – svo mikið að manninum mínum er það næstum til ama.  Hann á nefnilega afmæli um miðjan nóvember og um leið og það er liðið hjá þá springa út jólatré, jólakúlur, jólasveinar og alls kyns jóla.  Glimmer á öllu, ættuð bara að sjá klósettsetuna í desember 😉
Ég bý mér alltaf til aðventukrans. en þó ekki nýjan á hverju ári.  Oftast nota ég þann sama í 2-3 ár og svo langar mig að prufa eitthvað alveg nýtt.  Ég hef líka verið að halda kransakvöld í skúrnum hjá mér, fengið til mín nokkrar frábærar konur sem hafa komið og ég aðstoðað þær við að galdra fram meistaraverkin sín.
Hér er kransinn minn frá 2008:
Fyrsta kvöldið var í nóvember 2003 – þið vitið í gamla daga, fyrir tíma Facebook.
Síðan hafa kvöldin orðið mun fleiri, 2008 komu líka þessar skvísur í skúrinn minn:
Skvísurnar hafa því verið ærið margar sem hafa komið í skreytingaskúrinn og enn fleiri listaverkin sem hafa litið dagsins ljós þaðan, en látum myndirnar tala.
Nota bene að þetta er aðeins hluti af krönsunum, í engri sérstakri röð og munu fleiri myndir birtast á næstu dögum.

2 comments for “Kransakveld #1…

  1. 04.11.2010 at 21:25

    ohohhhhhh allt svo fallegt sem þú kemur nærri skreytisystir góð ! 😉

  2. Sigga Harpa
    04.11.2010 at 22:06

    þetta var svo hrikalega gaman.. ég á eftir að koma aftur til þín.. þarf að fara að kíkja á ástandið á kransinum mínum.. hann er nú orðinn tveggja ára sko..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *