Leikherbergi #1..

ohhh – ef aðeins ég væri með pláss fyrir leikherbergi handa krílunum.  Það væri himneskt – reyndar væri bara gaman að vera með stærra hús og fleiri herbergi – bara til þess að geta breytt til í  þeim (þetta er eitthvað sem hjónin eru ekki sammála um).

Gefum okkur það að við værum að fara að gera leikherbergi, og gefum okkur það að það væri fyrir stelpu og strák (ok Guðrún? ;)..
Ég myndi hafa herbergið að mestu leyti hvítt eða ljóst, hugsanlega einn vegg í einhverjum lit.  Ég myndi alls ekki notast við einhverja veggfóðursborða (hata þá eins og pestina) og helst ekki neinar svona fígúrur upp á vegg (þetta er eitthvað sem að eldist svo fljótt af krökkum og það sem er heitt eina stundina er orðið úrelt þá næstu).  Frekar myndi ég notast við dýr eða mynstur eða eitthvað þess háttar, annað hvort málað beint á vegg eða vegglímmiðar.
Ikea er með nýja línu sem að heitir STUVA í barnahúsgögnum og mér finnast þær vörur mjög flottar.  Skáphurðarnar eru bleikar, bláar eða limegrænar þannig að auðvelt væri að skipuleggja hirslur fyrir systkinin með litum ef maður vildi.

Með þessum hvítum og skæru litum myndi ég síðan taka inn svörtu RIBBA-myndahillurnar.  Flott að koma með dökka litinn á móti þessum ljósa og skæra lit.  Ribba eru til bæði langar og stuttur.  Ég myndi láta þær byrja ca.80 cm frá gólfi og ná síðan langleiðina upp eftir einum vegg.  Þarna er auðvelt að raða á bókum, böngsum og alls konar listaverkum eftir krílin okkar.  Þar með eru komin með alls konar liti og skemmtilega hluti sem er auðvelt að breyta út en geta líka auðveldlega sýnt persónuleika barnsins.  Ballerínubækur fyrir litlar ballerínur, skrímslabækur fyrir lítil skrímsli og þar fram eftir götunum.

Mikilvægt er að hafa nógu mikið af geymslurými og að allir hlutir eigi sinn stað.  Það auðveldar krökkum að ganga frá eftir sig sjálf og foreldrum að halda geðheilsunni – bæði mjög gott.  Nægar skúffur, plastkassar, hillur og snagar.  Snagar eru endalaust sniðugir – bæði hægt að hengja á þá til skrauts og svo til þess að geyma poka, töskur og ýmislegt sem að þú vilt ekki að flæði út um öll gólf.
Litirnir í þessari STUVA-mynd hérna fyrir neðan eru ekki réttir, þetta er ekki alveg svona skært á litinn.

http://www.ikeafans.com/

Einnig er sniðug lausn í barnaherbergi að hafa langt borð í réttri hæð fyrir barnið, eftir einum vegg eða hluta af vegg.  Á þessu borði getur verið aðstaða til að teikna og föndra, hægt er að saga göt ofan í borðið fyrir litlar fötur eða plastkörfur (t.d. fyrir litli og perlur).  Fyrir ofan þetta borð gæti verið sniðugt að mála vegginn með segulmálningu (það er til) og þá geta verið alls konar flottir seglar á veggnum – tilbúnir til að taka við nýjustu listaverkunum eftir krílin.  Við borðið myndi ég síðan vera með Ficco-stólana frá Ilvu, sem eru til í bleiku, lime og bláu ásamt fleiri litum.

Ficco stóll grænn
Ficco stóll ljósblárFicco stóll bleikur
Í seinni leikherbergjapóstinum ætla ég að fara í skreytingar í herberginu ásamt nokkrum fleiri “tipsum” sem mér þykja góð.  Til dæmis má nefna að mér finnst nauðsynlegt að blanda ýmsu öðruvísi og skemmtilegu við til þess að herbergið líti ekki út fyrir að vera blaðsíða 147 í Ikea bæklinginum, það verður að koma með skemmtilega hluti sem að tengjast barninu – tengjast foreldrunum og bara hreinlega glæða herbergið lífi..

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Leikherbergi #1..

 1. Guðrún
  09.11.2010 at 10:32

  I LOVE YOU 🙂 þú ert hér með ráðin í starfið

 2. Guðrún Hrefna
  09.11.2010 at 19:49

  afhverju þú varðst ekki innanhúss designer skil ég ekki!

 3. Anonymous
  09.11.2010 at 21:14

  Skemmtilegt blogg hjá þér. Ég ætla að ráða þig heim til mín þegar ég finn réttu íbúðina ekki spurning:-)
  Kv Þrúða

Leave a Reply

Your email address will not be published.