Lítil málning getur gert kraftaverk..

…(sungið við lagið “Traustur Vinur” að sjálfsögðu).
Eitt af uppáhaldsbloggunum mínum er Young House Love, en þetta er bloggsíða hjá ungum amerískum hjónum sem eru að bæta og breyta inni hjá sér ásamt því að fara útum víðan völl og birta myndir af breytingum hjá fólki.  Síðan fór af stað sem áhugamál þeirra en núna þá er þetta aðalvinnan þeirra beggja og þau lifa af síðunni sinni.  Þau eru með auglýsingar á síðunni og svo eru þau að selja fólki hugmyndir sínar að breytingum á hýbýlum.  Þú sendir þeim myndir af rýmum og þau senda þér tilbaka sínar hugmyndir ásamt upplýsingum um hvar þú getur fjárfest í þeim hlutum sem þau mæla með – sneddý!
Ein af flottustu míni-breytingunum sem að ég hef séð var hjá hjónum sem sendu inn breytingarnar á eldhúsinu sínu.  Þau breyttu því sjálf fyrir einungis $1.207 sem að útleggst á ca 135.000isk.  Að vísu yrði þetta allt mikið dýrara hérna heima en engu síður eru breytingar flottar og sýna það að oft þarf bara smá hugvit til þess að endurvekja gamalt eldhús til lífsins.
Hér er eldhúsið fyrir:
Hér er síðan eldhúsið eftir á:
Frekar frábært – ekki satt??
Það sem þau gerðu var að:

– Mála skápana $20
– Mála veggina
– Settu panil framan á eyjuna $20
– Settu nýja borðplötu (Ikea) $620
– Nýr vaskur (Ikea) $185
– Nýr krani $98
– Nýjar höldur á skápana $86
– Nýjar flísar á milli skápa $100
– Nýtt ljós $78

Samtals $1.207
Algerlega bjúúúútifúlt!
Source: Young House Love

2 comments for “Lítil málning getur gert kraftaverk..

  1. Anonymous
    11.11.2010 at 11:22

    Æðislegt blogg hjá þér,og þessi breyting á eldhúsinu er bara snilld.
    Úff hvað ég held að það sé flott heima hjá þér 🙂
    Kv Sigga Dóra

  2. 11.11.2010 at 13:51

    Takk fyrir Sigga Dóra, gaman að “sjá” þig hérna 🙂

    kv.Dossa

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *