Leikherbergi #2

Húsgögn og leikföng eru í hverju leikherbergi.  En það sem að gerir herbergið hlýlegt, fallegra og persónulegt eru skreytingarnar á veggjunum.

Það er fátt sem er leiðinlegra en berir veggir.  Eins og sagt var í fyrri pósti þá er sniðugt að setja Ribba hillurnar frá Ikea á einn vegg og setja í þær bækur, ljósmyndir, bangsa og aðra skemmtilega smáhluti Pez kalla?).  Með stærri krakka sem eru farin að stunda í þróttir er t.d. sniðugt að festa neðan í þær króka þannig að hægt sé að hengja upp verðlaunapeninga og annað slíkt.  Svo er alltaf hægt að nota sömu hugmynd inn í herbergi hjá unglingsstelpum og nota krókana fyrir hálsfestar.

 Krítarmálning er líka alltaf vinsæl og sniðug.  Spurning er hvort að krílið fatti að það megi þá ekki korta á alla veggi heimilisins ef að einn veggur er leyfilegur með krítarmálningu?  Þá er líka sniðugt að nota spónarplötu og saga hana í það form sem hugurinn girnist.  Í stelpuherbergi er til dæmis sætt að vera með hjörtu í nokkrum stærðum sem hægt er að mála, nú eða í strákabergi gætu það verið hringir/boltar sem að skoppa um veggi og hægt er að lita með krítum.  Síðan er hægt að vera með bara eitt stórt form, stóran svepp, stóra lest eða stórt blóm – hvað er skemmtilegast inn til barnsins?

Annað sem er sniðugt er að kaupa flúraðann ramma í Koló eða Góða Hirðinum og spreyja í flottum lit.  Skær gulur eða túrkisblár og setja síðan tréplötu sem er máluð með krítarmálningu innan í.  Einnig hægt að kaupa alls konar ósamstæða ramma og gera þá að einni heild með því að spreyja þá.

Listaverk krílannna okkar eru líka alltaf dásamleg, höfuðfætlur og allir vinir þeirra.  Af hverju ekki að fjárfesta í striga og leyfa barninu að mála hann eftir hjartans lyst, eða að biðja barnið að teikna fjölskylduna.  Ómetanlegt listaverk.


Sniðugt er að kaupa litla sæta snaga, t.d. í Tiger og festa á veggina – á þá er svo hægt að hengja sæta kjóla, eða einhver föt sem að eru falleg eða hafa tilfinningalegt gildi.  Fyrsti jólakjóllinn, fyrsti hitt eða þetta 🙂

Fátt er auðveldara en útbúa sætar myndir inn til barnanna.  Hægt er að gera klippimyndir eins og t.d. þessa uglu:

Síðan er það táslumyndin sem sýnd var í seinasta pósti.

Litað karton og sætir límmiðar er stundum allt sem þarf.  Getur verið gaman að poppa aðeins upp rammann og festa borða til að hengja hann upp:

Í raun þarf ekki annað en sætt póstkort eða t.d. bara gjafapappír sem er flottur:

Prenta út stafi og nota þá sem skapalón fyrir að klippa stafi út úr skrapppappír eða bara nota svarta stafina, útklippta og setja á fallegan pappír.

Skrapp-pappírinn er líka sniðugur til margs.  Það er auðveld að breyta og skipta út þegar kostnaðurinn er ekki meiri en við pappírsörk.  Taka nokkra flottar arkir og klippa út fiðrildi eða hjörtu eða hvað sem er og festa á veggina.


Önnur hugmynd með skrapp-pappír er að gera fána.  Hef séð þetta víða úr efnum og flóknari útfærslur.  Hér er þetta einfaldlega skrapppappír, gataður og band þrætt í gegn.  Tekur um það bil 5 mínútur.


Límmiðar á veggi, einfalt og sætt 🙂

Taka stóra grein úr garðinum og festa upp í loft eða á gardínustöng og festa á hana skrapp-fiðrildi:

Nú hætti ég – það eru hvort eð er allir hætta að nenna að lesa þessa hrúgu…. 🙂

7 comments for “Leikherbergi #2

  1. Anonymous
    15.11.2010 at 13:08

    Alltaf jafn fallegt í kringum þig elsku Soffía mín 🙂 Knús á fjölskylduna, Ingvelds.

  2. Anonymous
    15.11.2010 at 14:30

    Æði! Er einmitt að plana nýja Lalla-herbergið núna. Langar að hafa það í ljósgulu, ljósgrænu og brúnu þema. Keypti reyndar veggborða með allskonar dýramyndum, voða krúttlegur og hann er í frekar skærum litum en með ljósgulan sem aðallit.

    Any Ideas from the decoration mastah??? Ef ég nota borðann ætti ég að mála gult báðum megin við hann eða?

    kv. Erna Elínarvinkona

  3. Anonymous
    15.11.2010 at 17:10

    Ef ég væri aðeins með vott af sköpunargleði þinni þá væri ég í góðum málum 🙂 hvert annað fallegra hjá þér skvís 🙂

    Kv. Þóra

  4. 16.11.2010 at 23:03

    Takk fyrir elsku Ingvelds mín og Þóra 🙂

    Erna, baunaðu á mig mynd af borðanum og húsgögnum sem eiga að vera inni hjá Ofur-Lalla, skal reyna að finna upp á einhverju sneddí 😉 ef þú vilt þar að segja!

  5. Anonymous
    16.01.2011 at 20:47

    Hæ hæ ég þekki þig nú ekkert en ég er alltaf að skoða hér , mjög skemmtilegt blogg og mikið af fallegum myndum og flottum hugmyndum 🙂 kveðja Auður.

  6. Elva
    03.04.2011 at 18:23

    æðislegar hugmyndir 🙂

  7. Anna Sigga
    26.03.2013 at 09:37

    Úúh alltaf detta inn nýjar hugmyndir inn í hausinn minn við að skoða hjá þér 🙂 Takk fyrir að deila 🙂

    Morgun lestri lokið 🙂

    Kv AS

Leave a Reply to Elva Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *