Áttu nokkrar klst og þúsundir kaffipoka..

er með frábært verkefni handa ykkur frá blogginu The Parlour.

Það sem að maður finnur ekki á netinu.  Hér er dama sem að ákvað að útbúa sér borðstofuljós.  Fékk sér einfalt pappaljós, held að svipuð fáist í Ikea.  Kíkið nánar á þetta hér & hérr

Varð sér síðan útum birgðir af kaffipokum og límbyssu..
síðan hófst hún handa og vantaði aðeins slatta af þolinmæði..
þegar að 1200stk voru komin á ljósið kom í ljós að meira vantaði..
en verkinu lauk að lokum og fremur fönkí ljós leit dagsins ljós!
Bara flott – verst að geðheilsan er sennilega farin að verki loknu 🙂

7 comments for “Áttu nokkrar klst og þúsundir kaffipoka..

  1. Anonymous
    16.11.2010 at 23:50

    Váh þetta er rosalega sniðugt.. kannski maður ætti að skella sér í þetta ;D

    kv. Kristín (sem er orðin sjúk í þessa bloggsíðu en þekkir þig ekki neitt) 😉

  2. 17.11.2010 at 00:17

    Velkomin Kristín, bara gaman að fá “félagsskap” 😉

  3. Guðrún Björg
    18.11.2010 at 13:02

    Töff, en er forvitin um hvernig lýsing kemur í gegn…

  4. 18.11.2010 at 13:15

    Ætli það sé ekki bara málið að hafa nógu sterka peru í þessu 🙂

  5. 20.11.2010 at 19:39

    JIMINN en fallegt.. úff og þvílíkur tími sem hefur farið í þetta ljós:)

  6. Anonymous
    21.11.2010 at 10:27

    Geðveikt sniðugt !! en ég átta mig ekki alveg á því hvernig þú setur kaffipokann á ?
    Klippiru hann eitthvað ?

    kv. Ásta

  7. 21.11.2010 at 12:44

    Oh my god – ég gerði þetta EKKI!!! Jeminn, þetta er þvílíka klepparavinnan 🙂

    Ég tek eftir því núna að linkurinn virkaði ekki í póstinum, set hann inn aftur og þá geturu kíkt betur á þetta. Sýnist hún bara líma niður “botninn” á kaffipokanum.

    Annars sérði þetta hér: http://www.parlourhomeblog.com/2010/10/sneaky-peak-new-dining-fixture.html

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *