Gilded forrest..

var að skoða vefsíðuna hjá Pier 1 Imports í USA.  Þetta eru held ég ekki sömu vörur og eru í Pier hérna heima, veit ekki einu sinni hvort að það séu einhver tengsl þarna á milli.
Þeir eru með 5 línur í jólaskreytingunum í ár: Couture Christmas, Yuletide Treasures, Gilded Forest, Flights of Fantasy og Merry & Bright.
Jemundur minn hvað myndirnar af Gilded Forest línunni töluðu beint til mín 🙂  Greinarnar með kúlum og uglum, og pínu hreiðri með gersemum.
Kransinn með könglum, kúlum og hreindýrið (kransinn kannski aðeins of gervilegur reyndar).
og þetta er svo uppáhaldið mitt – sjáið þið þessa jólasokka – dásemd bara 🙂  Æðislegir líka sokkahankarnir, en jólasokkarir eru jömmí.  Sé fyrir mér að fara bara í næstu Rauða Kross búð og kaupa gamla hvíta peysu og reyna að útbúa svona.  Hrikalega flottir…
Lýsingin á línunni er hádramatísk:  ” Ef tunglsgeisli og blettatígur myndu eignast afkvæmi þá væri það þessi lína.  Þarna mætist náttúran og glitrið.  Dýramynstur, gróf áferð náttúrulegra efna og glimmer ofan á allt setur punktinn yfir i-ið.”  Úúúúúkey, ef ég hefði lesið þetta fyrst án þess að sjá þessar myndir – þá hefði ég sennilegast ekki einu sinni nennt að kíkja á þetta.  Það sem meira er, ef maður kíkir hérna á skrautið beint, þá virkar það ekkert spes.
Sýnir enn og einu sinni hvað það skiptir miklu máli hvernig hlutirnir eru settir upp og hvað góður stílisti getur gert mikið!

2 comments for “Gilded forrest..

  1. Anonymous
    23.11.2010 at 08:47

    Ó mæ lord! Ég sé geggjaða uglu á grein! Lovesit! knús og kveðja Kristín Hrund.

  2. 23.11.2010 at 09:09

    Haha, erúnikke sæt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *