Þegar að P varð að b…

Munið þið eftir þessari mynd?
Jamm og hvítu stöfunum?
Mér fannst þetta allt saman verða aðeins of hvítt og ákvað að fá smá liti á stafina.  Mig langaði ekki að mála þá þannig að enn einu sinni kom skrapp-pappírinn góði til bjargar.
Þetta eru 20 arkir sem að er hægt að fá saman í Söstrene Greenes.  Eru til í nokkrum stærðum og kostaði þessi týpa 279 krónur.  Mikið minna en að kaupa eina og eina örk í föndurbúðum.
Ég tók sem sé þá örk sem ég vildi nota og lagði stafinn öfugann á öfugt blaðið, þannig að bakhliðin á stafinum sneri upp og hvíta hliðin á pappírinum.
Síðan strikaði ég bara meðfram stafinum og klippti þetta síðan út.  Svo var það bara gamla góða föndurlímið og la voila, stafurinn E með meira attitjúd.
Ég ákvað að gera svo það sama við þetta sæta P hérna.
En gleymdi að fara eftir eigin leiðbeiningum og lagði P-ið vitlaust á – obbossí!  En náði að ljóska mér til baka og sneri P-inu í lítið B sem var bara betra 🙂
Er þetta ekki aðeins skárra?  Aðeins meira líf í þessu svona!

2 comments for “Þegar að P varð að b…

  1. Anonymous
    19.11.2010 at 00:30

    Vá hvað þetta er allt saman flott hjá þér,þú ert bara snillingur :)Mig langar að sjá myndir af hvernig þú jólaskreytir 🙂
    Kveðja Sigga

  2. 19.11.2010 at 00:39

    Kærar þakkir, Sigga 🙂 Það fer að koma að því – jólin verða tekin upp á sunnudag!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *