Garðhúsgögn – DIY…

…nú jæja.  Allt þarfnast víst viðhalds (eða sko húsgögn, er að sjálfsögðu ekki að mæla með viðhöldum)!

Við erum með húsgögn fyrir utan hjá okkur, sem standa úti allt árið.

001-www.skreytumhus.is

Þess vegna voru þau orðin ansi hreint þreytt og grá greyjin.

002-www.skreytumhus.is-001

Þau litu alveg ágætlega út, á mynd, en í raun og veru voru þau alveg hreint að gráta eftir smá ást.
003-www.skreytumhus.is-002
Ansi hreint grátt orðið.

004-www.skreytumhus.is-003 005-www.skreytumhus.is-004

Ég gerði mér því ferð í Slippfélagið, að heimsækja hann Garðar vin minn og fékk ráðleggingar og réttu efnin – og svo var bara hafist handa!

Hér eru leiðbeiningar frá Mr. Garðari:

006-www.skreytumhus.is-005

1. Skref:
Þegar þið farið að hreinsa gráma og mosa af húsgögnum utanhúss er gott að bleyta flötinn og bera svo Viðar Grámahreinsi á og láta standa í 1klst. Nudda síðan með stífum bursta og skola síðan með vatni, háþrýstidæla væri best.

2. Skref:
Síðan þegar allt er orðið þurrt er gott að slípa með sandpappír no 100 til að fá jafna áferð.

3. Skref:
Ef flöturinn er orðinn mislitur getur verið gott að bera litaða olíu á t.d Viðar Hálfþekjandi sem er fúavörn í leiðinni.

4. Skref:
Á lárétta fleti t.d borð og bekki er gott að lakka svo yfir með glæru lakki þegar olían er orðin þurr. Við eigum ýmsar tegundir af olíum sem henta mismunandi aðstæðum.

007-www.skreytumhus.is-006

Þið sjáið líka mosann og grænkuna sem er farin að myndast á stólunum.

008-www.skreytumhus.is-007

Því þurfti að bleyta upp í þessu fyrst af öllu!

010-www.skreytumhus.is-009

Það þurfti ekki að biðja þennan mörgum sinnum…

011-www.skreytumhus.is-010

…og hann gekk í verkið með bros á vör – og rennbleytti mömmu sína í leiðinni…

012-www.skreytumhus.is-011

…síðan var notaður Viðar Grámahreinsir…

045-www.skreytumhus.is-004

…sem við blönduðum bara í gamlan spreybrúsa sem til var…

014-www.skreytumhus.is-013

…usssusssusss, sjá þetta ástand…

015-www.skreytumhus.is-014

…síðan eftir að hafa látið grámahreinsinn standa á, þá var hafist handa að bursta hann af – og við notuðum bara uppþvottabursta til þess verks…

016-www.skreytumhus.is-015

…og það var svona skemmtilegt subberí sem kom af því…

017-www.skreytumhus.is-016

…og þið sjáið augljóslega muninn á stól fyrir og eftir pússun…

018-www.skreytumhus.is-017

…ja hérna hér…

020-www.skreytumhus.is-019 021-www.skreytumhus.is-020

…og svo var meira skrúbbað og burstað…

022-www.skreytumhus.is-021
024-www.skreytumhus.is-023

…og bekkir…

025-www.skreytumhus.is-024

…og burstað…

026-www.skreytumhus.is-025

…og bleytt…

027-www.skreytumhus.is-026

…síðan var allt krumsið spreyjað af og þegar borðið þornaði eftir burstun, þá leit borðið svona út…

029-www.skreytumhus.is-028

…og aftur bleytt…

031-www.skreytumhus.is-030
…og burstað…

034-www.skreytumhus.is-033

…og til þess að fara á milli notaði ég bara svamp og dró hann á milli…

035-www.skreytumhus.is-034

…þessi hérna notuðu tímann í eitthvað skemmtilegt – eins og að leika með Skylander…

037-www.skreytumhus.is-036

…og aumingja útisvæðið var bara tómt og eyðilegt…

038-www.skreytumhus.is-037

…síðan þurfti að pússa yfir allt saman með sandpappír, pappír eins og no100 er góður til þess að fá jafna og góða áferð…

043-www.skreytumhus.is-004

…svo er komið að því sem er skemmtilegra og það er “að mála”.  Eða bera á hálfþekjandi fúavörn.  Ég valdi fallegan grábrúnan lit, eða kannski bara meira gráan lit.

047-www.skreytumhus.is-006

Það sést ekki alveg nógu vel hérna á myndinni, en hann er mjög fallegur…

039-www.skreytumhus.is 040-www.skreytumhus.is-001

…og svo þurfti að mála meira og meira – og að lokum fórum við tvær umferðir yfir allt saman…

041-www.skreytumhus.is-002

…og gott er að nota ekki bestu penslana í skápnum fyrir þessi verkefni, en auðvitað skiptir alltaf bara mestu máli að þrífa þá eftir notkun…

044-www.skreytumhus.is-005
…og eftir að hafa klárað að mála/bæsa yfir þetta allt saman, þá var glært gólflakk sett yfir alla helstu slitfleti…

049-www.skreytumhus.is-008 050-www.skreytumhus.is-009

…og útkoman varð þessi!

051-www.skreytumhus.is-010

Þetta eru bara næstum því ný húsgögn, svei mér þá 🙂

052-www.skreytumhus.is-011

…borðið er endurnært og hamingjusamt…

053-www.skreytumhus.is-012

…og bekkurinn líka…

055-www.skreytumhus.is-014

…hér sjáið þið líka ágætlega muninn á litinum,  sem sé hjólið í gamla litinum og svo nýji liturinn…

056-www.skreytumhus.is-015

…og ég ákvað síðan að mála hjólið allt svart í stað þess að halda því í sama lit og húsgögnin, fannst það gefa meiri svip.

057-www.skreytumhus.is-016

Ekki sammála?

058-www.skreytumhus.is-017

Í raun og veru var þetta ekki eins mikið mál og við héldum að þetta myndi vera.

Þetta var bara sett niður í nokkur skref og við tókum bílskúrinn undir þetta verkefni í kannski viku, svona með pásum og bara unnið af og til 🙂

Mæli í það minnsta með þessu, ef þið eigið þreytt húsgögn sem þurfa á smá dekri að halda 

Næst – póstur þar sem þið fáið að sjá húsgögnin uppsett með öllu!

054-www.skreytumhus.is-013

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

 

 

3 comments for “Garðhúsgögn – DIY…

  1. Harpa Hannibalsdóttir
    20.07.2015 at 13:09

    Þetta er alveg geggjað flott eins og unglingarnir segja. Kemur mjög vel út þessi litur og yndislegt að fá svona góðar leiðbeiningar. Knús í hús á þig og þína.

  2. Guðrún
    20.07.2015 at 16:56

    Til hamingu með daginn kæra Soffía

  3. Unnur
    20.07.2015 at 23:18

    Til hamingju með daginn og takk fyrir þennan póst ! Þurfti alveg að sýna kallinum og allt 🙂

Leave a Reply to Unnur Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *