Meira af leikherbergjum barna..

úúúúú, verð að deila með ykkur!  Rakst á brillijant póst með alls konar leikherbergjum.  Þetta er jújú, mjög amerískt og þið verðið bara að deila í þetta allt saman með hæfilegum skammti af íslenskri kaldhæðni og almennri skynsemi.  En engu síður, I luvs it 🙂
Þetta kemur héðan, en ég ætla að sýna ykkur myndirnar og benda á það sem að mér fannst sneddí!
Geggjaður litur á herberginu, og appelsínugulu vængirnir fyrir gluggunum er einmitt passlegir til þess að gefa þessu líf og svona smá fútt!  Ljósið er líka alveg að gera sig, Ikea stendur fyrir sínu!
Einfalt og snjallt, myndirnar gefa herberginu líf og lit – auðvelt að breyta og ekkert að þurrka af!  Það er ekki hægt annað en að elska þetta 🙂
Hnettirnir eru æðislegir – langar einmitt í hnetti í herbergin hjá krökkunum mínum.  Vill maður ekki alltaf gefa krílunum sínum allan heiminn?
Er ekki viss um að þetta sé Billy hilla frá Ikea, held ekki, en auðvelt að nota þær í svona og kaupa bara skáphurðar fyrir neðri helminginn.  Gerir allt skipulag auðveldara.  Síðan er sniðugt að breyta bakhliðinni með því að mála hana í öðrum lit eða jafnvel veggfóðra hana.
Ahhh, háar hillur!  Reyndu bara að ná þessu niður krakki!! 😉  Sniðugt til þess að allt dótið sé ekki að flæða um öll gólf!
Hillusamstæða sem að skilur í sundur herbergið og bakhlið hennar máluð með krítarmálningu – bara klárt!

Óóóó, get ekki sagt ykkur hvað skipulagsgenið mitt tekur mikið viðbragð við að sjá þessa mynd til hægri, lítið gleðitár rennur út auga 🙂

FRÁBÆRT, nota minnisspil eða eitthvað spil til þess að búa til listaverk, þetta er ótrúlega snjallt.
Ok, ég er með mikið af gleðiupphrópunum hérna, en sjáið þið þetta??  Þetta eru rennur!  Þakrennur!  Hægt að fá í öllum litum og kosta ekki mikið!  Væri örugglega líka sniðugt að setja margar svona í röð upp vegg og geyma Lego í 🙂
Svo að lokum smá nostalgía, heyyyyyyy – ég á svona hús!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Meira af leikherbergjum barna..

  1. Anonymous
    28.11.2010 at 22:08

    Þessar fallegu hvítur IKEA-hillur eru úr ofurfallegu LIATORP- línunni, mér finnst hún æði! :-)Kolbrún

  2. 29.11.2010 at 00:39

    Takk fyrir það Kolbrún, það verður að segjast að það gleður mig pínu smá að ég þekki ekki allar línurnar í Ikea með nafni 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.