Árlegir óróar..

ég held að allir hérna á skerinu þekki Georg Jensen óróanam gylltir með rauðum silkiborða með ártalinu á.  Ég var að uppgvöta nýja óróa frá Rosendahl í Danaveldi.  Þeir eru kenndir við danska rithöfundinn Karen Blixen.  Þessir eru til bæði í gylltu og silfri og koma með svörtum silkiborða.  Mér finanst þeir vera alveg rosalega fallegir en látum myndirnar tala:
Mmmmm, langar í svona óróa og setja myndir af börnunum mínum í, væri skemmtilegt skraut fyrir þau til þess að fá með sér þegar þau flytja síðan af heiman – svona sentimental 🙂
Vörurnar fást m.a. hérna!

2 comments for “Árlegir óróar..

  1. Anonymous
    02.12.2010 at 09:28

    ohh ég elska karen Blixen á svona silfrað snjókorn, er samt í smá tilvistarkreppu með jólaksraut eftir að ég ég eignaðist þennan. Er sko svona gyllt/rautt jólafasisti. Svo bara fíla ég svo rosalega vel þennan silfraða/bláa hlut sem ég á og þetta passar ekkert rosalega vel saman. Hef undanfarin ár samt hengt þetta upp í eldhúsinu. Veit ekki alveg hvernig ég á að mixa þetta saman í ár…Þarf samt að byrja á því að snúa upp á hendina á eiginmanninum svo að jólaskrautið verði borið upp á 4.hæð svo ég geti farið að skreyta ekki séns að ég beri þetta allt hingað upp.

    mín spurning til þín er sú, hvað gerir maður þegar maður er svona skreytinga jekyll og hyde, og fílar alls konar hluti, er hægt að mixa og matcha t.d. gull og silfri saman?? ég sé það ekki gerast en spurning hvað skreytingagúrúinn minn segir.

    kv. Bryndís

  2. Ása
    06.02.2014 at 18:55

    ERtu að selja óróana fyrir þetta árið – minni gerðina sem er hjarta ?

    Og hvar er þetta – þegar segir hér neðst ” fæst m.a. hérna” ?

    Kær kv.

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *