Herbergi litla mannsins..

Jæja, ég hef áður sýnt ykkur preview á herbergi litla mannsins og núna er þetta næstum komið.  Að vísu er maður alltaf að fikta og breyta og vonandi bæta.  En í það minnsta er þannig að ég er að verða sátt – það eina sem að vantar eru gardínur í gluggann, fyrir innan tjöldin sem að hanga fyrir núna.
Herbergið er lítið og er bara svona stoppistöð þar til að sá litli flytur í bleiku svítu systur sinnar þegar að hún verður orðin nógu gömul til þess að vilja færa sig yfir í annað herbergi.  En þetta dugar fínt, þetta er staður fyrir öll leikföngin hans og rúmið með óróanum yfir – sem hann starir dáleiddur á.  Þetta er staður fyrir fötin hans og bara alla hans hluti.
Ég er með vegglímmiða, sem að ég keypti í Target fyrr á árinu, og er skipt upp um herbergið.  Tré er á einum vegg, ungi litli er á myndavegginum og síðan sést litla moldvarpan ásamt sveppunum hjá gólfinu (bóndinn varð strax mjög hrifin af því að beina athygli barnsins að innstungunni og mun auðvitað verða keypt öryggislok þar á áður en barnið fer af stað).  Enn á ég ónotaða límmiða úr settinu, meira að segja tvær uglur – en ég ákvað að reyna að overdósa ekki á uglum og íkornum og öllu því sem að með fylgdi.
Þessi eðal ruggustóll var keyptur notaður og hefur síðan verið mikið notaður.  Hann er þægilegur að sitja í og með háum örmum sem eru góðir þegar verið er að gefa.  Skemillinn er líka nauðsyn, sérstaklega er stóra systir ánægð með hann – að geta ýtt honum að rúminu og spjalla við litla manninn þegar að hann liggur í rúminu sínu.
Kanínubangsi sem að stóra systir valdi handa litla sem var þá í bumbu.  Bangsinn var svolítið meira girly og því var sett blá slaufa á hann og sixpensari – nú er bangsinn mjög macho 😉
Hér sést hinn hluti herbergisins, kommóðan og rúmið..
“Fánalengjan” sem gerð var úr skrappblöðum
Rúmteppið er frá Circo, Target, en bumperinn allan hringinn og lakið er síðan frá Dwell.  Hægt er að kaupa í USA svokölluð receiving blankets, sem eru 4 teppi/lítil lök í sama stíl og rúmteppið.
Ég keypti svoleiðis og notaði til þess að sauma græna púðan með trjánum sem sést hægra megin við litla gaur..
…og svo litli kall, kátur í rúminu sínu.
annars var ég að spá er einhver þarna úti?? 
Mér líður pínu eins og ég sé að tala við sjálfa mig þessa dagana!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

16 comments for “Herbergi litla mannsins..

  1. Anonymous
    02.12.2010 at 09:06

    Dásamlega fallegt gauraherbergi. Rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun um daginn og þú ert orðinn fastur liður með morgunkaffinu 😉 Hafsjór af hugmyndum hjá þér.. takk fyrir

  2. Hadda
    02.12.2010 at 09:08

    hahah…..nei, skoða sko reglulega hjá þér 🙂 Alltaf þegar kemur eitthvað nýtt og svo auðvitað aðeins að sýna öðrum 🙂

    Ætli maður sé bara ekki orðlaus yfir hugmyndafluginu þínu, allt svo flott að maður verður bara hálf abbó 🙂

  3. Anonymous
    02.12.2010 at 09:18

    ET phone home 🙂 æj nú er ég bara að bulla eins og vanalega, en fannst þú vera svona að leita að geimverum. En semsagt ég er ein af þessum geimverum sem er þarna úti 😉

    hlakka til að lesa meira

    kv. Bryndís

  4. Anonymous
    02.12.2010 at 09:23

    Veit ekki með aðra… en ég er hérna og bíð alltaf spennt eftir næstu færslu frá þér. Er viss um að fullt af fólki er að skoða þetta, en nennir ekki að skrifa neitt! Flott strákaherbergi hjá þér – þegar ég flyt, vonandi á næsta ári, þarf ég greinilega að fá þig í heimsókn og fá hugmyndir hjá þér um það hvernig ég get innréttað strákaherbergin! Svo er líka greinilegt að maður þarf að komast til USA og í Target. Fór í Söstrene í gær og sá að þar er mikið til af flottum filt-sveppum og einnig litlar, flatar tréuglur í 2 mismunandi stærðum og allskonar litum. 🙂 knús frá Kristínu í Mosó

  5. Anonymous
    02.12.2010 at 09:30

    Rosalega flott herbergið hans, vildi að ég hefði brota brot af þínu hugmyndaflugi 🙂
    En annar rosa gaman að fylgjast með síðunni þinni.

    Kv. Inga Rut

  6. Anonymous
    02.12.2010 at 09:36

    Hæ hæ,ég kíki á hverjum einasta degi ,en kann ekki við að vera alltaf að kvitta þar sem ég er alveg ókunnug og er hrædd um að virðast eins og stalker ef ég er alltaf að kvitta 🙂
    Snilldar hugmyndir hjá þér,rosalega falleg barnaherbergi og gaman þegar þú bendir á önnur svona blogg,er búin að setja þau öll í favourites hjá mér og skoða daglega með mikilli ánægju:)
    Sérstaklega bloggið hjá íslensku konunni í Svíþjóð,úff bara snillingur þar á ferð 🙂
    Stuð- og jólakveðjur og knús 🙂
    Sigga Dóra

  7. Lilja :)
    02.12.2010 at 10:06

    Hæ, hæ 🙂

    Gaman að sjá þig í Krakkakoti í gær. Frábært blogg hjá þér! Hvernig ferðu eiginlega að? Veit ekkert hvað ég á að gera við allt dótið sem fylgir börnunum. Er með pínulítil herbergi og fullt af leikföngum. Væri mjög gaman ef maður gæti haft herbergin svona fín 😀 Ég mun fygljast spennt með og vona að ég fái hugljómun og geti búið til svona falleg barnaherbergi 😉

    Kveðja, Lilja.

  8. Anonymous
    02.12.2010 at 10:13

    We are here! 🙂

    Alltaf jafn gaman að kíkja á bloggið þitt og fylla hugann af hugmyndum. Er með 2 herbergi sem eru hvítmáluð og tóm. Verður sérlega skemmtilegt að gera eitthvað skemmtilegt fyrir dúllurnar mínar.

    kv Guðrún B.

  9. Anonymous
    02.12.2010 at 10:56

    Mjög kósý hjá þér! Þarftu ekki bara að fara að taka að þér að koma heim til fólk og ráðleggja gegn vægu gjaldi ? Ég væri sko alveg til…
    Ég kíki alltaf þegar ég sé þetta á FB annars man ég ekki.

    kv Rakel

  10. 02.12.2010 at 11:22

    Er daglegur gestur!:)

  11. Anonymous
    02.12.2010 at 19:37

    Ég kíkji sko daglega og og finnst frábært að fá hugmyndir og lesa þetta skemmtilega blogg.

  12. Anonymous
    02.12.2010 at 21:08

    kíki á bloggið þitt daglega 🙂
    flott herbergið hans lilla 🙂
    kv. Íris

  13. Anonymous
    07.12.2010 at 01:28

    Halló halló.
    Ég leyfi nokkrum dögum alltaf að líða á milli þess sem ég skoða bloggið þitt af því að það er þá alveg hellingur að skoða 😀

    kv. Kristín

  14. 08.12.2010 at 00:18

    Takk fyrir allar saman, gaman að “heyra” frá ykkur 🙂

  15. Anonymous
    26.04.2011 at 22:06

    Erna:
    Ótrúlega flott! U put me to shame.. 😉 Fannst fyrir þetta eins og ég hefði staðið mig ágætlega í Lalla-herbergismálum.

    Þarf alvarlega að fá þig í heimsókn til að lappa upp á staðinn. Vantar svo að “Dossa” stofuna mína og skrifstofuna og er með eitt frekar erfitt opið rými.

  16. Anonymous
    01.05.2011 at 11:17

    kvitt kvitt and so very proud

    knús og kreist

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *