DIY – sneddí í barnaherbergi..

um daginn sýndi ég ykkur hvernig ég breytti hvítum stöfum með skrapp-pappír (rosalega mikið af P-um í þessu).  Ég fann frá snillingunum sem eru með Young House Love þetta smá verkefni.  Eins og áður hefur verið sýnt þá er það kjörið að nota listaverkin hjá börnunum okkar til þess að skreyta herbergin þeirra, t.d. með því að hengja þau upp á band á vegg.
 Þá er kjörið að nota bara gömlu góðu þvottaklemmurnar og “dressa” þær í ný föt.  Þá eru þær flottari í herbergin og geta passað betur inn í “þema” herbergisins.
Það eina sem þarf í þetta er:

– Þvottaklemmur
– Pappír, skrapp- eða einhver flottur pappír
– Skæri
– Lím

Síðan er bara að mæla úr stærðina á þvottaklemmunum og fara svo í að klippa úr pappírsmiða sem að passa yfir klemmurnar.
Líma pappírinn á klemmurnar og voila, verkinu er lokið – þetta gæti ekki verið einfaldara.
Þetta kemur nú bara nokkuð vel út, ekki satt??
awwww

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published.