Fixer Upper…

…eru skemmtilegir amerískir þættir.

Í þeim eru hjónin Chip og Joanna Gaines að taka hús í gegn og gjörbreyta þeim og það er oft þrælflott útkoma sem verður út þessu.  Þetta er auðvitað allt öðruvísi en við eigum að venjast hérna heima.  Þau eru stundum að kvarta yfir stærðinni á hjónaherberginu og það er sennilegast helmingi stærri en meðalhjónaherbergi á Íslandi.

En svona er misjafnir siðir í hverju landi 🙂

Davis361-500x750

Chip er smiður og Joanna er stílistinn/hönnuðurinn í þessu samstarfi.  En ég er að fíla vel stílinn hennar Joanna, en hún er með svona vintage farm house fíling, með smá módern twisti og rómantík.  I like it a lot!

Hér er síðan þeirra, þar sem sýnt er úr þáttunum, bloggið hennar og hægt að versla á síðunni:
Magnolia Homes

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Fixer Upper…

 1. Anna Margret
  01.07.2015 at 08:50

  Snilld. Meira svona í rigningunni í sumarfríinu 🙂

 2. Margrét Helga
  01.07.2015 at 13:51

  Æ…þetta minnti mig á það að ég á eftir að horfa á þættina sem þú settir í síðasta svona þáttapóst… :/ Öss…hef a.m.k. nóg að gera þegar ég loksins byrja 😉

 3. Þórný
  01.07.2015 at 23:53

  Ha, ha. Hef fylgst með þessum þáttum í hvert sinn sem ég fer til USA og það er ca tvisvar í mánuði. Var bara að uppgötva þá á netinu í fyrradag og hef ekki gert handtak á heimilinu síðan 😉 Fyndið að þú skulir svo nefna þá akkúrat núna 😉 Hef oft hlegið af þessu ,,rather small master”, vanalega eitthvað á stærð við íslenska stofu samt! Ótrúlega gaman að sjá hvað hægt er að gera við svona pappahús 😉 Hér heima þar sem flest hús eru úr steinsteypu er allt meiriháttar mál. Rífur ekki niður burðarvegg svo glatt eða bætir við baðherbergjum hægri, vinstri. Hefurðu horft á þættina ,,Love it or list it? Þeir eru líka æði 🙂 Ástarþakkir fyrir frábært blogg – kíki á það a.m.k. daglega 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published.