Svefnherbergisplön…

neiiiii, þetta er ekkert dónó!  Takið hausinn úr ræsinu 🙂  Ég er bara komin með smá áform í  að breyta í svefnherberginu.
Svona er svefnherbergið í dag:
“Gaflinn” á rúminu eru þrjú svona Ramma-vír-listaverk, sem að keypt voru í Pier.  Ég var ekki sátt við að hafa rúmið hauslaust og ætlaði alltaf að útbúa gafl.  En þess í stað þá notaði ég þessa lausn og er ágætlega sátt við hana.  Þetta var líka ekkert dýr og því auðvelt að breyta til í framtíðinni og alltaf hægt að nota þessa skrautramma annars staðar þá.  Mér fannst líka koma smá svona “shabby sheik”-fílingur án þess að óverdósa.
Bekkinn við endann á rúminu keyptum við í Ilvu.  Að vísu var bara hvítt áklæði á honum, eins og sést hérna fyrir neðan þannig að það var bara eitt í stöðunni, skipta um áklæði..
Í púðaflórunni á rúminu er þessi með rauða mynstrinu bestastur, jólagjöf frá dótturinni – framleiddur af henni í leikskólanum.
 Hehe – kannski fullmikið af dóti á náttborðinu, en þegar maður er með kríli þá er nauðsyn að vera með dimmer á lampa og Angel Care-ið við hendina.  Annað uppáhalds í herbergi er snagabrettið á vegginum – ég beið eftir þessu blessaða bretti í 7-8 mánuði, eftir að hafa séð það hjá henni sjoppsystur minni Völu.
 Svefnpláss litla mannsins í okkar herbergi, brátt tekur fræga rúmið við.
Hér sést endurvinnslan.  Myndarammarnir sem voru í herberginu hennar litlu minnar komnir upp á vegg – mínus slaufurnar.
En það sem að ég er spá í að breyta er svæðið við hliðinu á rúminu þarna, mín megin…
er að spökulera í að fá kommóðu þarna.  Þær sem að ég er að pæla í eru þessar:
Medium_40159837
Medium_00157213
eða jafnvel þessi
Medium_30180542
Gæti verið gaman að fá sér þennan lit, svona til að breyta til þarna inni.  Hvað finnst ykkur?
Síðan gæti verið flott að fá sér Krummann hennar Ingibjargar Hönnu þarna í hornið hjá kommóðunni, sennilegast í hvítu…
eða bifukollurnar (ohhh, þær eru æði)
….svo margir valmöguleikar 🙂

4 comments for “Svefnherbergisplön…

  1. Anonymous
    08.12.2010 at 12:17

    þú ert alveg að bjarga mér í prófatíðinni 🙂
    en ég er hrifnust af kommóðum 1 og 2, ég er með svipaða og nr 1 og ég skipti um höldur, setti rosa flottar svona kristalshöldur…kemur vel út 🙂

    Takk fyrir skemmtilegt blogg 🙂
    kv. Íris

  2. Anonymous
    08.12.2010 at 13:04

    Ég mundi velja nr. 1 en nr. 3 er líka flott en ert auðvitað meira bundin við litinn. Þú ert alveg að bjarga dögunum með þessu skemmtilega bloggi.

    Kv.Hjördís

  3. Anonymous
    08.12.2010 at 19:34

    Geggjaðar, ætti erfitt með að velja. Alveg sjúk í þessi fiðrildi hins vegar 😉
    knús,
    Helena

  4. Anonymous
    09.12.2010 at 11:25

    Takk fyrir frábært blogg!
    Sjálfri langar mig í kommóðu 1, hvítt er svo fínn litur og svo auðvelt að skella einhverju á hana í lit til að poppa hlutina upp. Krumminn, fiðrildin og bifukollurnar er allt æðislegt, það eina við fiðrildin og bifukollurnar er að þú þarft að hafa ljós nálægt svo þær nýti sín sem best.
    Bestu kveðjur
    Fjóla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *