Sniiiiiiild…

ohhh – hvað mér finnst gaman að finna nýtt blogg og sjá eitthvað alveg tryllingslega skemmtilegt hjá öðrum.  Rambaði inn á þessa síðu hjá konu í USA.  Hún er að dekorera heima hjá sér og svoooo margt sem kemur skemmtilega út.
Til dæmis keypti hún þennan skáp – sem er ekkert mikið fyrir augað. 
En voila, svona lýtur hann út í dag….. nice, right? huh?
Síðan keypti hún útskorið thingy (jamm, þetta er fagmál)….
og svona var hurðin áður..
 skellti á það smá málningu og núna á hún svona flotta útihurð á húsinu sínu – bara nice!
og borðstofan í heild – flott…
Hún var með glugga öðru megin í herberginu:
en setti gardýnustangir og tjöld báðum meginn:
lampaskermar sem að hanga berir í loftinu, þar sem að þetta passar inn er þetta bara kúl!
Smá svona jóló-DIY, en þetta má svona á þrettándanum.
Ef þú átt kúlur sem að þér finnast ljótar, bara klæða þær í ný dress 🙂
ohhh – ég bara elska það sem hún er að gera. 
Herbergi dóttur hennar…..
og meir og meir..
áður

eftir
áður
eftir
  
Ég er að verða ansi æst í að grípa málningu og pensil og ráðast á öll húsgögnin okkar og mála þau hvít…mála síðan veggi í ljósgráu eða ljós brúnu…er stöðugt að æpa á bóndann að koma og sjá hvernig ég ætla að breyta og bæta þangað til hann leit á mig og sagði “ég ætla bara að segja upp internetinu” – þannig að núna dáist ég bara að þessu í hljóði 🙂
Pssst…stofan áður:
Stofan á eftir:

úúúúúú – ég er komin með skreytisvima, eins gott að stoppa hér!
All photos from the gorgeous In the fun lane blog

4 comments for “Sniiiiiiild…

  1. Anonymous
    06.01.2011 at 13:08

    Þarna fórstu nú alveg með það,ég fór næstum að gráta af gleði þegar ég fór að skoða þetta blogg!Þessi kona er bara snillingur.Nú langar mig alveg rosa mikið að geyma þvottaefnið í svona glerkrukku,rosa lekkó!
    Kv Sigga sem greinilega eyðir allt of miklum tíma á internetinu 😉

  2. 06.01.2011 at 13:18

    U and me both Sigga mín 😉

    En já púff, þvottahúsið hennar! Meeeeeen, ég er alveg að fara að byrja upp á nýtt hérna heima þegar ég skoða þetta. Þau virðast aldrei þurfa að gera málamiðlanir þarna úti, það verður bara allt “pöööörfektó”

  3. Anonymous
    06.01.2011 at 16:42

    það greip mig svona hvítt æði þegar ég bjó í dk, hence hvítir borðstofustólar (sem ég komst svo að það er ekkert rosa gott að sitja í þeim til lengdar), lakkaði brúnu viðarkistuna hvíta ( var þá reyndar með ljósgráa veggi, en allar innréttingar hvítar og mjög ljóst parket, glæný íbúð). Verð að segja að taktu bara upp hvítu lakkdolluna átt ekki eftir að sjá eftir því,héllt sér mjög vel í nokkru ár kistan mín, þarf reyndar að fara ða flikka upp á hana og taka eins og eina umferð af lakki yfir hana.

    Elska viðarhúsgögn sem eru máluð/lökkuð hvít, og það heldur sér bara ágætlega verð ég að segja. Er einmitt með kommóðu sem ég fékk frá langömmu minni þegar ég fæddist í forstofunni sem ég ætla að fara að flikka upp á spurning hvort ég geri hana bara hvíta hmmm….. 🙂

    kv. þessi með lönguritgerðarkommentin (aka Bryndís)

  4. Ína
    06.01.2011 at 19:22

    Bloggið þitt er æææði. Rambaði hingað inn fyrir tilviljun um daginn og nú skoða ég á hverjum degi

    Ég á einmitt svona antik skáp og mig langar svo að mála hann hvítann. Bláu dúskarnir eru rosalega flottir. Ætli sé eitthvað mál að búa til svoleiðis?

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *