Dúskarnir hennar Mörtu…

jeminn hvað þetta hljómar eitthvað kjánalega 😉
Hún Ína var að velta fyrir sér hvernig það væri að búa til svona dúska í loftið eins og eru í barnaherberginu hjá konunni með “In the Fun Lane”-bloggið.  Ég ákvað bara að gúggla þetta hringdi bara beint í Martha Stewart og hér kemur sem sér leiðbeiningasúpan:
Það sem þarf í þetta er:
skæri
silkipappír 
vírar
1.  Þú raðar saman 8 örkum, hver ofan á aðra.  Ákjósanleg stærð er 51cm x 76cm. Síðan brýtur þú þetta saman eins og harmonikku, ca 4-5cm hvert brot.
2.  Tekur vírinn og leggur utan um samanbrotið blaðið og festir.  Tekur síðan skæri og klippir endann í boga eða hvernig sem þú vilt hafa hann.
3.  Síðan er bara að taka sundur blöðin eitt í einu og “púffa” þau út þannig að dúskurinn verði bústin og sællegur.
4.   Festa band eða vír í til þess að hengja upp.
Útkoman verður þá líka bara svona fín…
Gaman að svona dúlludúskum!  Perfektó í barnaafmælin!
Hér er meira að segja linkur á konu sem er að útbúa sér svona fínann dúsk
Source: MarthaStewart.com and pictures from google.

3 comments for “Dúskarnir hennar Mörtu…

  1. Ína
    07.01.2011 at 14:54

    Ohh Takk æðislega fyrir :o) Er að fara taka herbergið í gegn hjá stelpunum mínum og langar að setja svona dúska eins og hún vinkona okkar á fun lane blogginu gerir.

    Fæ ég ekki silkipappírinn í Föndru ?

    kv

    Ína

  2. 07.01.2011 at 15:00

    Verði þér að góðu bara 🙂

    Þetta fæst örugglega í Föndru, annars er líka hægt (held ég) að fara bara í Blómaval eða blómabúðir og kaupa af þeim silkipappír – kannski takmarkað litaúrval þar reyndar 🙂

  3. 08.01.2011 at 19:56

    Geggjuð hugmynd…takk takk 🙂

    Var annars að fá ábendingu um bloggið þitt og er það ekkert smá flott og fullt af fallegum hugmyndum 🙂 Mun kíkja reglulega !

    kveðja
    Kristín

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *