Ævintýri í innkaupum á netinu…

þeir sem að mig þekkja vita að mér finnst fátt skemmtilegra en að versla, jájá – ég viðurkenni það þó fyrir sjálfri mér og öðrum.
Næstum það skemmtilegasta sem að ég geri er að komast til USA, því að þar er sko hægt að láta Visa-kortið finna fyrir því hvar Davíð keypti ölið.  Áður en farið er í slíkar ferðir er stórum tíma eytt á netinu og fundið til eitt og annað sem að er keypt fyrirfram og sent á hótelið.  Hef komist að því að sé búið að ákveða að verla eitthvað er langbest að ganga frá því svoleiðis fyrirfram, annars er verið að eyða tíma og pening í að sækja sér vöru sem gæti allt eins verið komin þegar þú mætir á svæðið.

Svo er líka endalaust gaman að mæta á hótel og geta farið beint í góssið… 🙂

Ég er ekki mikið að versla mér föt fyrirfram, ef ég er sjálf að fara út – það er mikið skemmtilegra að máta þau.  En barnaföt, barnadót og auðvitað alls konar punterí er ég óhrædd við að panta, og enn, 7 – 9 – 13, hefur ekkert klikkað nema eitt….

…..það er sko betra að skoða málin á hlutunum til þess að vera viss um að hægt sé að taka hlutinn með heim.  Bara svona basic – en getur klikkað á bestu bæjum.
Eitt sinn vorum við hjónin á leiðinni út og ég fór inn á Pottery Barn áður en lagt var af stað og pantaði mér eitt og annað.  Síðan mættum við á svæðið og það tekur á móti okkur kassaflóð – sem var skiljanlegt því að ég ófrísk af frumburðinum á þessum tíma og því var verið að panta alls kyns barnastöfferí.  En svo var einn lítill kassi frá Pottery Barn og annar RISAstór.  Hmmmm…. ég panta mér nú bara eitthvað sem er auðvelt að stinga í töskur og tekur ekki of mikið pláss.  Eins og þessar fallegu skálar hérna:

Þær voru gordjöss, algerlega!  Eeeeeeen, þær voru líka huge.  Sú stærri, þetta eru ekki einhver lítil puntuepli sem eru í henni, þetta eru alveg hlussuepli greinilega.  Ég gat nefnilega svo gott sem setið ofan í skálinni.  Þetta var bara eins og trjábolur sem búið var að hola að innan.  Við hefðum geta siglt heim í blessaðri skálinni.  Þetta endaði því með að við eyddum tíma í að endursenda þetta til þess að fá endurgreitt og töpuðum reyndar sendingarkostnaði 🙂

Gaman að þessu.
En annars hef ég pantað mér lampa, teppi, rúmteppi, kodda og alls konar smápunt.  T.d. þessa hnetti í skálar hjá Crate and Barrel:
Muffinsstand hjá sömu verlsun..

Rúmteppi dóttur minnar..
Rúmteppi sonarins..
Æðisleg loðin teppi í sófan (með flís undir, geggjað hlý)..
ohhhh…..svo gaman að sjoppa í henni Ammeríku!
…… bara passa að vera með nægilega stórar töskur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Ævintýri í innkaupum á netinu…

 1. Anonymous
  10.01.2011 at 13:15

  Er búið að panta næstu ferð út?

  kv. Bryndís

 2. 11.01.2011 at 00:15

  Æji nei því miður Bryndís 🙁
  …..en ef einhver vill bjóða mér með þá er ég alltaf reiðubúin að hjálpa!

  😉

 3. Anonymous
  11.01.2011 at 03:24

  Óóó ég er svo með þér í að eeeelska að versla í Ameríku, eftir að ég uppgötvaði Ameríku finnst mér alveg vægast sagt hræðilegt að eyða peningum í aðrar utanlandsferðir en þangað :p

  Kv. Díana

 4. Anonymous
  16.01.2011 at 18:55

  geggjað

Leave a Reply

Your email address will not be published.