Herbergi fyrir boltastráka..

fékk fyrirspurn um hvernig ég myndi gera boltaherbergi fyrir unga menn sem hafa mikinn áhuga á fótbolta.
Það sem að ég myndi persónulega ekki gera, er að fara út og kaupa boltaveggfóðursborða og bara allt með mynd af fótbolta sem að ég finn.  Frekar að gera hlýlegt og fallegt strákaherbergi og ná síðan að pota inn einum og einum hlut með áhugamálinu.  Þannig að það sjáist hvað heillar en að það steinroti mann ekki – skiljið þið mig? 🙂



Hér er t.d. smá rot í gangi 🙂



HA? Spilar strákurinn bolta?



Sem sé vera með hlýja liti á veggjum, fallega bláann eða bara það sem heillar og finna síðan sniðugar litlar lausnir til þess að koma boltunum, eða því sem heillar, fyrir.
Eins og t.d. með svona skugga-veggmyndum, frekar flottar bara..

eða mála kolla eða setur á stól svona…
láta sauma svona grjónapúða – bara snilld handa litlum mönnum..
boltakrúsir eða eitthvað merkt uppáhaldsliðinu til þess að geyma smáhluti í..
vegglímmiði eða veggfóður sem er mark – gæti verið leiðinlegt fyrir mömmu og pabba þegar farið er að skjóta í vegginn..
frábær lausn að setja svona smelluspöld á veggina, auðveld að setja inn myndir af einhverju skemmtilegu..
þetta væri auðveldlega hægt að útbúa og nota fótbolta í staðinn fyrir heiminn..
sniðugar lausnir á rúmmum..

fallegt rúmteppi…
mér finnst þetta geggjað, festa svona hálfa bolta undir hillum, þannig að þeir komi út eins og hilluberar..
Gæti verið flott að vera með tvo svona undir Lack vegghillunum frá Ikea
svo finnst mér þetta bara flott – en tengist ekkert fótbolta 🙂

2 comments for “Herbergi fyrir boltastráka..

  1. Anonymous
    11.01.2011 at 08:43

    Góðan daginn,þá er það bloggrúnturinn með morgunkaffinu :)Alveg sammála með overkillið á boltunum,flott að hafa smá en alveg óþarfi að missa sig alveg :)Gat ekki annað en flissað að athugasemdinni með mark-límmiðann á veggnum ,sé þetta alveg fyrir mér ,börnin að skjóta í mark öllum til mikillar ánægju 🙂
    Varstu ekki annars búin að sjá að konan með Villasol bloggið fann rúmið sitt á blogginu þínu??
    Kv Sigga

  2. Anonymous
    11.01.2011 at 09:20

    Takk takk…algjör snillingur 🙂
    Kv.Margrét

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *