Rúmgaflar..

.. fékk fyrirspurn varðandi rúmgafla frá henni Evu, og þar sem að ég veit að dyggur lesandi/kommentari (Hæ Bryndís) er í sömu pælingu þá datt mér í hug að henda saman pósti um þetta efni.
Það er ótrúlegt hvað réttur rúmgafl getur gert mikið fyrir svefnherbergið.  Ég fann minn “gafl” í Pier og hengdi fyrir ofan rúm.  Þannig að það er bara spurning um að hafa opin augun og leita eftir því að sem þér líkar við.
Númer 1, 2 og 3 í svona gaflamálum er að finna eitthvað sem að “rammar” inn rúmið þitt.  Hæð gaflsins kemur til með að auka áhrifin sem að gaflinn hefur fyrir herbergið.  Hár gafl = dramatic impact.
Séu ljósrofar sitt hvoru megin með rúmið þarf að gæta þess að gaflinn fara ekki yfir þá.
Festa þarf rúmgaflinn vel þannig að engin hætta sé á að hann detti yfir þig/ykkur.
Auðveldasta leiðin til þess að byrja að ramma inn rúmið er að mála vegginn sem að rúmið stendur við.  Það getur haft mikil áhrif á andrúmsloftið í herbergi að mála það í hlýlegum litum og gerir það notalegra.
 Síðan er það bara þessi klassíska hugmynd.  Viðarplata, bara t.d. spónaplata, sem er látin standa á gólfi, á fótum eða fest við vegginn, en nær vel upp fyrir rúmið.  Best væri að festa aftan á hana einhverja smá kubba þannig að hún standi ekki alveg klesst við vegginn.  Síðan er hægt að láta skera út fyrir sig svamp og festa hann á plötuna.
Önnur lausn, og kannski ódýrari er að nýta bara svampdýnur sem kannski eru til heima hjá ykkur, eða bara gamlar sængur.  Þetta er síðan bara klætt með því efni sem að ykkur langar að nota.  Auðvelt að breyta til með því að hefta bara nýtt efni yfir ef þið skiptið um skoðun og eruð orðnar leið/ar á rúmgaflinum.
Einnig er mjög flott að gera svona göt í plötuna og festa í gegn svona skraut nagla eða hnappa, svipað og er gert hérna við skemilinn…

Önnur einföld lausn er að veggfóðra vegginn, alveg eða bara að hluta fyrir ofan rúmið.

Síðan er náttúrulega alltaf hægt að setja bara upp gardínustöng í vegginn og hengja mjög svo dramatísk tjöld sem að mynda gaflinn.  Auðvelt að skipta út og breyta til.
Gaman að vera t.d. með hvít tjöld og setja hvíta seríu á bakvið, muna bara að setja dimmer á seríuna til þess að hún gefi kósý ljós.
Síðan datt mér í hug að gaman væri að finna fulningahurð. Mála hana í einhverjum dökkum lit og setja síðan ljósan lit yfir.  Fara svo gróft með sandpappír þannig að hurðin verði svona “Shappy chic”.
Svo er hægt að skella bara mótatimbri, annað hvort beint á vegginn eða búa til grófan gafl úr því…
Setja hillur á veggina, kannski smá leiðinlegt ef það kemur jarðskjálfti…
eða parketleggja vegginn, eða jafnvel talka svona viðarpallettur, 4 saman, og búa til gafl þannig – gæti orðið flott þar sem það passar inn 🙂
Síðan er hérna svoldið öðruvísi, bara ráðast í Byko eða Húsó og klára hjá þeim málningarprufuspjöldin 🙂
Rúmgafl þarf síðan ekkert að vera endilega að vera eiginlegur gafl, heldur bara hvað sem er sem að rammar inn rúmið og gefur herberginu karakter.
     
    
Myndir af google

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Rúmgaflar..

 1. Anonymous
  13.01.2011 at 12:01

  Takk fyrir þetta. Hef einmitt undanfarið verið að velta fyrir mér hvað ég gæti gert. Gott að fá allar þessar hugmyndir 🙂
  Kíki reglulega hingað inn,en er því miður lélegur ‘commentari’
  Bkv.,
  Gerður

 2. Anonymous
  13.01.2011 at 17:54

  Snilldarhugmyndir, sérstaklega líst mér á gardínurnar og fulningahurðina! Á einmitt eitt stykki fulningahurð sem ég er búin að vera vandræðast með, ónothæf þar sem að það brotnaði úr henni þar sem lamirnar áttu að vera.
  Takk fyrir frábæran pistil um þetta 🙂
  Kv. Eva

 3. Anonymous
  24.02.2011 at 14:52

  Takk flottar hugmyndir!

 4. Anonymous
  24.04.2011 at 16:03

  Kærar þakkir fyrir flottar hugmyndir. Frábært blogg hjá þér, verð örugglega fastagestur.
  Kv Heiða

 5. Margrét J.
  13.01.2014 at 09:43

  Ég hef einmitt lengi ætlað mér að föndra mér rúmgafl með veggfóðri og listum 🙂 Hlakka til að sjá hvernig það kemur út… Endalaust til af hugmyndum fyrir rúmgafla!

Leave a Reply

Your email address will not be published.