Bóhem, basil og borðskreytingar…

…ahhhhhh þið eruð yndi ♥

Hjartans þakkir fyrir öll fallegu kommentin og like-in í gær. Gaman að þið voruð jafn kát með skápinn og ég.

Svo er það náttúrulega, eftir að hafa “sprengt” húsið, eins og sást á myndinni í gær, þá er dásemleg að ná aftur þessu stigi.

01-Skreytumhus.is 29.05.2015

…ég fór síðan í Indiska um daginn og tók nokkrar myndir, og auðvitað – alveg óvart féll ég fyrir smátterí-i.

Ég er í svo miklum “bóhem”-ham þessa daganna.  Kenni öllum þessum áströlsku þáttum sem ég er að horfa á um þetta.  Þarf einmitt að sýna ykkur instagram hjá einni dömu sem er með svo flottan stíl.  En yfir í annað, ef maður er í bóhem-ham, þá er Indiska alveg stórhættuleg, og auðvitað stórskemmtileg 🙂

Það sem þið sjáið hérna er dúkur, svona landakortadúkur – þið vitið hvað ég á erfitt með svoleiðis.  Tveir risabollar, sem ég ætla að setja kryddjurtir í.  Þetta dásemdarkerti, og þið ættuð bara að finna lyktina.  Kermamikbretti, með svona fallegu mynstri. Síðan þessir “gaflar”/prjónar með heitum á kryddjurtum á…

06-Skreytumhus.is 29.05.2015-004

…kryddjurtaprjónarnir eru alveg í uppáhaldi…

07-Skreytumhus.is 29.05.2015-005

…svo flott kertaglösin sjálf…

08-Skreytumhus.is 29.05.2015-006

…sko, meira segja Íslandið…

09-Skreytumhus.is 29.05.2015-007

…förum svo í ferlið að raða á borð – reddí?

Tómt borð, autt og nóg af plássi…

10-Skreytumhus.is 29.05.2015-008

…dásemdardúkurinn kominn á…

11-Skreytumhus.is 29.05.2015-009

…sem mér finnst alveg æðislegur…

13-Skreytumhus.is 29.05.2015-011

…og kögrið var í uppáhaldi…

12-Skreytumhus.is 29.05.2015-010

…love it…

14-Skreytumhus.is 29.05.2015-012

…ákvað að nota þennan blómapott sem ég fann um daginn, og svei mér þá – hann er merktur Arabia undir…

15-Skreytumhus.is 29.05.2015-013

…og síðan elska ég stóra tréfatið mitt, sem ég fékk frá vinkonu minni  ♥

17-Skreytumhus.is 29.05.2015-015


22-Skreytumhus.is 29.05.2015-020

…í öðrum bollanum sést reyndar basil-prjóninn, því að ég fann ekki basil í potti í búðunum – vesen er þetta…


24-Skreytumhus.is 29.05.2015-022

…og svona endaði uppröðunin.  Enda er borðið okkar risastór, 1,20×2,20, og getur því tekið við miklum skreytingum – gott fyrir mig 🙂

27-Skreytumhus.is 29.05.2015-025

…ofan í tréfatinu eru skálar, efniðservéttur og kannan mín góða.  Ásamt rósmarín og smá greinar í vasa…

28-Skreytumhus.is 29.05.2015-026

…ég setti skál ofan í þennan poka úr H&M home, þannig að auðvelt er að vökva…

29-Skreytumhus.is 29.05.2015-027

…vantar bara basil…

30-Skreytumhus.is 29.05.2015-028

…en mér finnst þessir prjónar æðislegir.  Alveg nógu vintage fyrir mig…

31-Skreytumhus.is 29.05.2015-029

…ekki sammála?

35-Skreytumhus.is 29.05.2015-033

Endilega kíkið á mig um helgina í A4 – þar sem ég verð með kynningar og að gera alls konar verkefni í tilefni Föndurdaganna.  Það er 25% afsláttur af öllum föndurvörum og á þessari mynd sjáið þið hluta af efninu sem ég verð að vinna með:

– 29. maí í A4 Skeifunni frá 16:00 – 19:00
– 30. maí í A4 Kringlunni frá 14:00 – 18:00
– 31. maí í A4 Smáralind frá 14:00 – 18:00…

k1-28.05

Annars segi ég, og Stormur líka, bara góða helgi og njótið vel  ♥

03-Skreytumhus.is 29.05.2015

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Bóhem, basil og borðskreytingar…

 1. Guðrún H
  29.05.2015 at 11:18

  Þetta er fallegt, ég þarf greinilega að kíkja í Indiska. Manstu nokkuð hvað dúkurinn kostaði?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   31.05.2015 at 22:04

   Fann loksins miðann, 145x240cm – og kostaði 6.495 🙂

 2. Margrét Helga
  29.05.2015 at 11:37

  Tek undir með Guðrúnu…væri til í að vita bæði verð og málin á dúknum…líklega 1,5 x 2,5 m…eða hvað?

  Yndislegur póstur, dauðlangar að eiga svona ferskar kryddjurtir, kann bara ekki að nota þær almennilega þannig að þær skemmast bara hjá mér :/ Ekki gott…

  Já og Stormurinn er bara frábær…

  Góða skemmtun á föndurdögum um helgina…verð með þér í anda 😉

  Knús í hús og góða helgi!

  • Soffia - Skreytum Hús...
   31.05.2015 at 22:04

   Fann loksins miðann, 145x240cm – og kostaði 6.495 🙂

   p.s. kann ekkert að nota kryddplöntur – finnst þær bara sætar!

 3. Kolbrún
  30.05.2015 at 10:49

  Sammála dúkurinn er geggjaður langar íííí.

Leave a Reply

Your email address will not be published.