Breyta, bæta, nýta, njóta…

stundum er ég ég er mjög dæmigerður krabbi eftir því sem að ég hef lesið, því að ég á mjööööög erfitt með að henda hlutunum.  Sérstaklega kannski því að þegar ég er búin að henda einhverju þá líða bara nokkrir dagar og vúúúúúps… mig vantar alveg ótrúlega þetta sem ég var að henda (jafnvel þó að það hafi staðið ónotað í geymslu í einhver ár). 
Sumir hlutir eru geymdir af því að þeir hafa tilfinningalegt gildi en aðrir eru einhvern veginn bara geymdir, ekki gleymdir og betra að vita af þeim þarna.  Ég er svoldið í því þessa dagana að kíkka í skúrinn okkar og finna gömlu hlutunum sem að við eigum nýtt funksjón.  Sneddí ekki satt?
Til dæmis vorum við með þessi bakka-borð lengi inni hjá okkur.  Ekki síðan við fluttum í húsið okkar, en í mörg ár áður (abbsakið hundsrassinn á myndinni en þetta var tekið fyrir löngu og alls ekki af þessum borðum 😉
Síðan eigum við gamla tösku úti í geymslu.  Þetta er nestistaska frá ömmu og afa mannsins míns, enn full af flottu plastmálunum, diskunum og öllu því sem þurfti til að fara í alvöru pikknikk.  Þetta er náttúrulega eitthvað sem ekki er hægt að henda en kannski ekki eitthvað sem maður er að fara að nýta.  Önnur gömul taska sem er líka úti í geymslu er gamalt nestis”box” frá hinum afa mannsins míns.  Heimasmíðað og alles.
Ég ákvað því bara að skella þessu saman.  Vantaði bakkann til þess að hafa á stofuborðinu því að hvíti bakkinn fór í heimsókn á borðstofuborðið, þannig að voila..
hvíti bakkinn sæll og kátur á borðstofuborðinu..
og haldið þið ekki að gamla pikknikktaskan hafa passað ofan á lappirnar af bakkaborðinu þannig að núna, nestispikknikkgömlutöskuborð, aha – reyndu að kaupa það í Ikea 🙂
  
Dóttir okkar átti spennur með voða sætum silfurhjörtum á. 
Þau duttu síðan af spennunum, eins og gengur og gerist, og ég setti þetta ofan í skúffu til þess að líma við tækifæri – aha einmitt, jú víst, ég er alveg að fara að líma þetta……eða hvað?
Nei sko, sjáið bara hvað kertin urðu mikið sætari með svona silfurhjörtum á – haha, score fyrir mig!
Það er stundum svo gott að geta fundið “afsökun” fyrir því að halda áfram að henda engu 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Breyta, bæta, nýta, njóta…

 1. Anonymous
  21.01.2011 at 11:43

  Haha þú ert algjör snillingur 🙂
  Hvar keyptir þú dúkinn á borðstofuborðinu?? Verð líka að fara kaupa svona bakka, hvar er nú sniðugt að versla svoleiðis?? 😉

  Kv. Díana

 2. Anonymous
  21.01.2011 at 17:40

  Snillingur ertu Soffía mín 🙂 Elska að lesa bloggið þitt 😉
  Knús,
  Helena

 3. Anonymous
  22.01.2011 at 21:55

  töskuborðið kemur mega flott út 😉
  kveðja
  Kristín

 4. 24.01.2011 at 15:54

  Takk fyrir allar 🙂

  Díana, þessi dúkur/löber fékkst í Húsasmiðjunni af öllum stöðum. Bakkar fást t.d. í Ilvu, þar var til svona trébakki og líka hvítur.

 5. Anonymous
  24.01.2011 at 18:27

  Þu ert mega sniðug!
  Hvar fékkstu hvítu kertastjakana sem ketrin eru í með silfruði hjörunum ?

  kv,
  Anna

Leave a Reply

Your email address will not be published.