Lykke-bo…

..er alveg ferlega flott blogg.  Sérstaklega er ég hrifin af stelpuherberginu og er ákveðin (í dag alla veganna) í að nota það sem innblástur þegar að ég fer að breyta herberginu hjá stelpunni minni (eftir rúmt ár þegar hún verður 6 ára og fer að byrja í skóla).
 Líka geggjað strákaherbergi…
 

  og bara almennt ofsalega fallegt heimili og flott blogg…Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Lykke-bo…

 1. Anonymous
  25.01.2011 at 19:40

  Flott stelpuherbergið! Sniðugt að veggfóðra einn vegg. Er einmitt með eina sem er að verða 6 ára á næsta ári svo maður þarf einmitt að breyta herberginu hennar til að gera það að skólastelpuherbergi;)

 2. Anonymous
  25.01.2011 at 21:35

  Úfff þegar ég sé svona falleg heimili langar mig að henda öllu út hjá mér og gera alveg allt í þessum stíl :)Það er bara verst að börnin mín eru ekki svona börn sem sitja bara vatnsgreidd og prúðbúin í hvíta sófanum,heldur eru að leika sér út um allt með alls konar ljótt dót(vilja ekki sjá svona gamaldags rugguhesta ),hlaupa út um allt og krabbla með puttunum á öllu og eru bara almennt ekkert svona lekker eins og börnin á þessum undraheimilum.
  Svo ég verð víst bara að halda áfram að láta mig dreyma hvíta drauma 😉
  Kv Sigga D

 3. Anonymous
  26.01.2011 at 09:07

  Það sem mér finnst frábært Dossa, er að þú tekur alltaf fyrir stelpu OG strákaherbergi- strákarnir verða allt of oft útundan finnst mér. Þetta eru dásamleg herbergi! En ég er nákvæmlega sama pakkanum Sigga D.! Strákarnir mínir eru með allt útum allt, leika sér með ljótt dót einsog Spiderman (sem verður víst ekki komið í veg fyrir) og ekki finnst mér Latabæjardótið sérlega fallegt heldur… en við látum okkur dreyma um hvíta framtíð, þar sem allt er í stíl… það kemur að því… Kv. Kristín Hrund

 4. Anonymous
  12.02.2011 at 15:58

  dásamlega falleg herbergi. ég er með aukaherbergi hjá mér, sem er panelklætt herbergi undir súð, sem hefur beðið þess að vera tekið í gegn frá því við fluttum. panellinn er ómálaður og herbergið eins og ruslageymsla. Í þessu herbergi búa stjúpbörnin þegar þau koma og svo á það að vera föndur og bókaherbergi. Þessar myndir gefa mér góðann innblástur í hvað ég get gert þar. Eins og margt annað sem ég sé á síðunni þinni gefur mér hugmyndir annarstaðar á heimilinu.
  takk fyrir frábært blogg
  kv Kristín

Leave a Reply

Your email address will not be published.