Innlit í Bahne…

…því ég er búin að sýna ykkur alls konar antíkbúðir og markaði (og á enn eftir að sýna meira) en hér er svona “keðjubúð” sem er í nánast hverri einustu verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn og því á færi flestra að nálgast hana, sem og góssið sem þar fæst…

Hér er heimasíðan þeirra – Bahne

IMG_9199

…og trúið mér að það er vel þess virði að kíkja inn…

IMG_9225

…það er eiginlega bara algjört möst…

IMG_9226

…það er svo margt sem mig langaði í á þessari mynd, litlu “marmara” skálarnar og vasarnir, mynstruðu skálarnar og svo þessi dásemdar glös á fæti…

IMG_9083

…sjáið bara hvað þær eru fínlegar og fagrar…

IMG_9084

…þetta voru svona steinhús – ferlega skemmtileg…

IMG_9085

…nóg af Kahler – flottar skálarnar og krukkurnar…

IMG_9086

…og Kahler húsin finnast mér alveg æðisleg…

IMG_9088

…elska Love Song vasana, á sjálf tvær stærðir…

IMG_9089

…en þeir voru að koma út núna í þessum fallegu pasteltónum…

IMG_9175

…það er enginn vafi á að þarna er eitthvað sem að hentar öllum stílum…

IMG_9200

…mér fannst marmarabrettin æðisleg – en þau voru um það bil 10kg stk 🙂

IMG_9201

…blómapottar…

IMG_9202

…allir þessir fallegu púðar – og svo þessir glervasar með trjánum á – alveg geggjaðir…

IMG_9204

…svona krukkur fást nú t.d. í Rúmfó – lofit…

IMG_9205

…baðlínan…

IMG_9206

…elska alla þessa silfurbakka og svo luktirnar sem sjást þarna…

IMG_9207

…silfurröndóttir vasar, og svo þessir fallegu með greinunum í neðstu hillunni…

IMG_9208

…og mér fannst öll þessi lína alveg yndisleg…

IMG_9210

…hefði getað verslað heilan helling – en ég gleymdi gjörsamlega að skilja skynsemispúkann eftir heima. Þannig að hann sat kvabbandi á öxlinni á mér allan tímann – og ég, eins og kjáni, hlustaði á hann *dææææs*…

IMG_9211

…þessar fannst mér æðislegar…

IMG_9212

…allir þessir stjakar…

IMG_9213

…heyyyyy – þarna er viktin mín 🙂

IMG_9214

…nóg til af bollakökuformum og skrauti…

IMG_9215

…eruð þið farin að sjá þema í þessu – mig langar sem sé í vel stór glerglös á fæti…

IMG_9216

…þarna fást líka sætu glösin frá Rice, sem þið fáið líka inni á www.snudar.is

IMG_9218

…endalaust úrval að ég tel…

IMG_9219

…mér fannst þetta geggjað – fékk mér einn bolla og tvær skálar – svona með…

IMG_9222
…það væri auðvelt að fylla nokkra ferðatöskur þarna…

IMG_9227

…þessir vasar fannst mér æðislegir…

IMG_9229

…og þessi ofsalega fínlegu kertaglös, úr mjög þunnu og fínlegu lituðu gleri…

IMG_9230

…þessi fannst mér æði – og fékk mér litla bróður hans með heim…

IMG_9231

…en þeir hefðu nú verið æðislegir saman – þessir tveir!

Vona að þið hafið haft gaman af – hér er síðan bæklingur frá Bahne sem þið getið skoðað: Bæklingur.

IMG_9232

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Innlit í Bahne…

 1. Margrét Helga
  27.05.2015 at 21:36

  Eitt það fyrsta sem ég tók eftir á fyrstu myndinni var stórt skilti sem á stóð “velkomin heim”…og væri maður (eða kona) sko til í að búa bara þarna! Reyndar yrði algjört helvíti að þurrka af þarna en það er seinni tíma vandamál 😉
  Úff hvað mann langar í margt í þessari búð!!

  Lýsi hér með frati mínu á skynsemispúka…þeir eru bara fyrir og til vandræða.

  Knús í hús!

 2. Greta
  27.05.2015 at 23:40

  Ein af mínum uppáhalds búðum. Ég fer alltaf i Bahne (til að kaupa eitthvað smá), Illums bolighus (til að skoða) og Notre Dame (að kaupa eitthvað ódýrt og skemmtilegt).

  P.S. Bahne fyrir jólin… Eigum við eitthvað að ræða það?

Leave a Reply

Your email address will not be published.