Prentarahillan mín (DIY)..

…gamla er búin að standa úti í skúr í leeeeeeeeengri tíma.  Ég ætlaði alltaf að mála hana – eins og allir eru að gera – en hef bara ekki staðið í því enn.  Svo fór að ég ákvað að henda mér í jobbið og fór inn í herbergi heimasætunnar en þá bara langaði mig ekki að mála hana hvíta.  Það er allt mjög hvítt og bleikt þarna inni og mér fannst hún bara brjóta þetta ágætlega upp.  Koma með smá svona jörð brúnan lit inn í allt þetta bleika og hvíta.
En ég ákvað að “sprússa” hana aðeins upp með því að klippa skrapp-pappír inn í hólfin (jamm, eins og allir gera).  Ég límdi bara pappírinn inn með límbandi þannig að það er úber einfalt að taka þetta úr aftur eða breyta til.
Lillan elskar þetta því að loks er allt smádótið, sem að hún elskar að leika sér með, komin með samastað og hún sér það allt saman í nýju ljósi.
Job done og virkar bara ágætlega!
Posted by Picasa

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Prentarahillan mín (DIY)..

 1. Anonymous
  27.01.2011 at 12:59

  ó svo flott eins og allt DIY frá þér 🙂
  litríkt og æðislegt 😉

  kv. Bryndís

 2. Anonymous
  27.01.2011 at 23:00

  Snillingur 😉 ógó flott!

  kv. Helena

Leave a Reply

Your email address will not be published.