Konur á barmi taugaáfalls…

…kannist þið við tilfinninguna þegar ykkur finnst allt vera komið að yfirfalli?  Sem sé, baðið er orðið smekkfullt og það er ekki séns að gera neitt annað en að horfa á vatnið flæða yfir öll gólf!  Eða…….byrja að ausa sjálf úr, ég meina það tekur tíma, en það þarf að redda þessu – ekki satt?

Ég var svo farin á taugum um daginn yfir drasli að púlsinn var að spring – sko…

7-IMG_9746

Mér líður þannig núna!   Mér finnst allt vera sprungið.  Þegar að birtan eykst, og sálin er farin að meðtaka þau skilaboð að sumarið gæti komið bráðlega, og allt er orðið upplýst inni hjá þér.  Þá, þegar þú ert búin að vera þakklát fyrir þessa dásemdar birtu – þá ferðu að sjá allt sem þarf að gera.  Skrambans vesen!

2-IMG_9749

Þannig að er ástandið hjá mér og mér finnst ekki steinn standa yfir steini.  Þarf auðvitað að mála alla veggi, fyrir utan að þvo alla glugga og svo bara skúra og laga og ….. þið vitið hvað ég meina.

Síðan ákvað ég þar að auki að mála skáp op sprengdi þá auðvitað allt út úr honum.  Hver einasti flötur í eldhúsinu var þakin af glerivöru og punterí-i.  Síðan, af því að það þarf alltaf allt að gerast í einu – þá var ég að búa um inni hjá litla gaur – með þvílíkum látum og húsmóðurbrag að ég rakst í hilluna fyrir ofan rúmið hjá honum og hún féll niður.  Eða svona svo til, ég reif hana bara óvart alveg niður 🙂  Jeminn – brussuverðlaun handa mér takk!

6-IMG_9750

Svo þarf að taka krakkaherbergin í gegn núna, svona dótalega séð – það er alltof mikið af leikföngum sem eru ónotuð og þá er mikið betra að koma þeim eitthvert þar sem þau nýtast.  Ég hef farið með í leikskólann, þeim fannst æði að fá Barbiedúkkur og þess háttar, svo auðvitað í Konukot og Góða Hirðinn, og þar að auki veit ég að Von og bjargir (á Suðurlandsbraut) eru þakktlát fyrir að fá sendingar – og koma meira segja og sækja sjálf ef vill.

En þannig að staðan hjá mér – sprungið hús, og þarf af leiðandi frekar batterýslaus ég.  Þetta tekur svo á eitthvað 🙂

En þá er lítið annað að gera en að byrja á einu og reyna að klára það og fara svo í það næsta.  Eins og td að redda körfum fyrir skó krakkana þannig að þvottahúsið sé ekki að springa.

5-IMG_9748

Svo, þegar allt er búið, þá verður maður svo óendanlega glaður yfir að hafa létt á öllu.  Ekki vera hissa þó að ég fari að selja eitt og annað á næstu misserum.  Nú skal þetta massað frá a-ö.

Þannig að það verði meira pláss fyrir Storminn og hann þurfi ekki að liggja eins og rækja alltaf – eða annars, hann liggur svona sama hvað…

3-IMG_9747

Hvernig er staðan á ykkur?

Hressar og allt reddí?

Júróvisjón í kvöld – við komum auðvitað til með að komast áfram, ekki satt 🙂

1-IMG_9601

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Konur á barmi taugaáfalls…

 1. Gigja
  21.05.2015 at 14:07

  Svipuð óreiða í huganum hér, langar að gera allt, veit ekki hvar ég á að byrja, æði svo úr einu í annað. En þetta hefst allt að lokum, mest um vert að láta birtuna gleðja hjartað 😉

 2. Margrét Helga
  21.05.2015 at 14:39

  Oh já…þessi allsherjarbirtuhreingerning…hún tekur á. En eins og þú segir..einbeita sér að einu svæði í einu og örugglega best að byrja á fljótlegasta svæðinu… 😉 Spurning hvort að þau verði ekki samt öll tímafrek af því að þetta vindur alltaf upp á sig 😀

  Gangi þér vel og knús í hús 🙂

 3. Kolbrún
  21.05.2015 at 14:59

  Sammála þessu með að hækkandi sól lætur allt verða að ryki (þetta er allt í sólinni) en þá er best að byrja bara þar sem sólin skín mest og halda svo bara áfram út húsið.
  Fæ einmitt líka allt í einu svona yfirþirmandi verkkvíða finnst allt í einu svo mikið af öllu.

 4. Greta
  21.05.2015 at 16:05

  Ég kannast sko við þetta. Fingraför, ryk og kám hvert sem litið er. En ég á extra erfitt núna því ég er í ritgerðarskrifum og get ekki tekið á þessu. Ætli ég verði ekki bara að ganga með sólgleraugu inni næstu vikurnar?

 5. Bjargey
  21.05.2015 at 17:44

  Elsku vinkona þú ert ekki ein!!

  Var að klára að mála alla hurðakarma og fyrst ég var byrjuð á því tók ég tvær gluggakistur líka og fyrst ég var komin svo langt tók ég bara eitt baðherbergi í leiðinni!!!!

  SOS ástand í þvottahúsinu, allir komnir með nýja skó fyrir sumarið og það er skóflóð….VERÐ að fá að vita hvar þú fékkst þessar körfur fyrir skó krakkanna þinna…helst í gær.

  Framundan um helgina breyta aukaherbergi í vinnuaðstöðu fyrir mig heima, pússa sjónvarpsskenkinn sem fékk slæma útreið vaxlita sonarins í vetur….
  Og taka til í fataskápum…ástandið er þannig að ég loka augunum þegar ég opna þá….og reyni svo að loka….hahaha

  Náðu púlsinum samt niður…..þetta kemur allt með kalda vatninu 🙂
  Knús

 6. Anna sigga
  21.05.2015 at 22:46

  Ég er að bíða og bíða og bíða efir að komast í suuuuummar fríííííí þá get eg gert eitthvað af viti, tekið til og selt og breytt og bætt 🙂

  GET BARA EKKI BEÐIÐ hausinn er löngu komin á flug en ekkert gerist 🙁

  hehehehe

  sem sagt feel ur pain 😉

 7. Margrét Milla
  22.05.2015 at 09:45

  Sama ástand hérna, eins og ég var nú glöð með heimilið í kertaljósinu þá öskrar allt á mann núna, og núna er það ekki bara húsið sem öskrar því þrátt fyrir frost og haglél þá er illgresið farið að blómstra í garðinum, svo svæðið sem þarf að halda “hreinu” margfaldast. Maðurinn stakk upp á að malbika garðinn og setja upp gokart braut í kringum húsið, það er farið að hljóma bara alls ekkert út í hött 😮
  Gangi þér vel þjáningasystir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.