Ljósaskermur – DIY…

…og þessi er snilld!

Hún Erin var þreytt á kastaranum sem var í leiguhúsnæðinu sem hún var í og ákvað því að redda sér og útbúa skermi til þess að setja utan um hann.

ruler-drum-shade-window-treatments-windows (1) _min

Í þetta verkefni var notað:
37 reglustikur
Útsaumshringur 14″
Grá akrýlmálning
Svampburstar
Trélím
Klemmur
Snæri
Krókar til þess að festa í loftið

Hún byrjaði á því að blanda saman málngu og vatni, til þess að þynna hana út og málaði svo yfir hverja reglustiku og hringinn.

ruler-drum-shade-window-treatments-windows (2) _min

Lét þorna á milli umferða og málaði svo bakhliðina.

9477081146_0165acd43c_z

Hún leysti í sundur útsaumshringinn, og notaði annan efst og hinn neðst á skreminum. Litlar klemmur héldu öllu á sínum stað á meðan límið þornaði.

ruler-drum-shade-window-treatments-windows (3) _min

Bilið á milli reglustikanna var bara svona circa about, og seinasta stikan þurkti að vera fyrir innan hringinn að neðan út af skrúfunni sem er á hringinum.

ruler-drum-shade-window-treatments-windows (4) _min

Litlir krókar voru síðan festir í loftið og skermurinn hengdur þarna neðan í.

9477075796_60025be982_z

Felur ljósið alveg og er svona líka flott 🙂

9474288557_275a0731a9_z

Mér finnst þetta ferlega töff hugmynd, og sé hana svoldið fyrir mér í strákaherbergi t.d.

Svo má líka nýta bara hugmyndina, kaupa flottan skermi og setja utan um leiðindakastara og losna þannig við þá úr augnsýn!

Allar myndir, hugmynd og upplýsingar frá Elizabethjodesigns.com

ruler-drum-shade-window-treatments-windows _min

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

7 comments for “Ljósaskermur – DIY…

  1. Margrét Helga
    20.05.2015 at 10:20

    Sammála…frábær hugmynd einmitt í strákaherbergi! Sé þetta alveg fyrir mér 🙂

  2. þorbjörg Karlsdóttir
    20.05.2015 at 11:32

    með því flottara sem ég hef séð af dyv fyrir utan hillurnar þinar og sammála alveg sérlega sniðugt í strákaherbergi
    kveðja
    Þorbjörg

  3. Anna sigga
    21.05.2015 at 07:13

    Þetta er æði 🙂 alveg hreint snilld 🙂

  4. Kolbrún
    21.05.2015 at 09:02

    Frábær hugmynd geggjað hvað hægt er að gera fyrir ekki mikinn pening.

  5. María
    21.05.2015 at 09:48

    Hvar ætli sé hægt að fà svona reglustikur?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      21.05.2015 at 10:44

      Ohhhh – góð spurning! Var einmitt að dæsa yfir að daman sagðist hafa borgað 25 sent fyrir stikuna, og fór að hugsa hvað maður þyrfti að borga hérna heima.
      Það er spurning hvort að svona fáist bara í A4 eða bara í einhverjum byggingarverslunum?

      • María
        21.05.2015 at 11:58

        Já maður þarf að fara að horfa eftir þessu. Efast um að þær séu svona ódýrar hér. En vantar einmitt nýtt ljós í herbergið hjá strákunum mínum og væri til í að prófa þetta 🙂

Leave a Reply to þorbjörg Karlsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *