Hvernig nenniru þessu?

…er spurning sem ég heyri mjög oft og iðulega.

Ég hef líka lesið ummæli þar sem fólk veltir því fyrir sér hversu mikið ég geti dregið heim í hús og spreyjað og raðað.

02-2012-06-04-131520

Svarið við þessum ofangreinu pælingum er frekar auðvelt – endalaust og já ég nenni þessu alltaf.

Málið er nefnilega það að heimili verður ekki til yfir nóttu.  Þú getur raðað inn og komið þér fyrir á stuttum tíma, það er lítið mál.  En að útbúa heimili, alvöru heimili sem að segir þína sögu, lýsir því hvernig þú ert, og er með munum sem  láta þér líða vel.  Það gerist ekki 1 2 og.  Þetta þarf tíma til að gerjast 🙂

04-2013-04-25-182159

Þegar ég skoða myndir frá því að við fluttum hingað inn, þá finnst mér húsið vera alveg tómt.  Ég meina sko ALVEG tómt.  Með tímanum er ég búin að fylla það, kannski um of – þar verður smekkur hver og eins að segja til um.  En ég er í það minnsta búin að setja inn hluti og muni sem mér þykja fallegir, skemmtilegir og ég gerði í mörgum tilfellum sjálf.  Það er gott – þá líður mér vel.

05-2013-04-25-182314

Ég hef sagt það áður, og verð að segja það aftur, að ég er ekki mikið fyrir að elta tískustrauma og stefnur.  Það skiptir mig engu mál í raun hver hannaði hitt og þetta, það er kannski kjánalegt viðhorf.  En svona er ég bara kjánaleg.

Það skiptir mig hins vegar miklu máli hvernig hluturin lítur út og hvaða tilfinningar hann kallar fram.

Mér finnst ég oft vera dulítið halló.  Ég er eitt af fáum bloggum hérna heima sem er ekki að fjalla neitt sérstaklega um hönnun og ég held að það verði oft á tíðum til þess að bloggið er ekki tekið alvarlega.

06-2014-04-09-095303

En ég bara reyni eftir fremsta megni að vera trú sjálfri mér, og því sem mér finnst fallegt.

09-2014-09-02-144454

Ég er ekki að aðhyllast bara eina stefnu.  Ég er ekki bara shabby chic eða bara rómantíkus í mér, ég fíla líka vintage og smá gróft, smá módern – smá….eins og ég sagði, ég er bara að aðhyllast það sem mér finnst fallegt.  Það er sennilegast ekkert flóknara en það.

11-2014-10-06-170130

Í USA og þessum löndum er orðið House Proud notað yfir þá sem eru að vinna í heimilinu sínu og er ánægðir með það sem þeir eru að gera þar.  Það lýsir þessu svoldið vel.  Því um leið og þú ferð að prufa þig áfram, að mála eitthvað, raða smá, kannski kaupa fallegan löber eða bara blóm á borðið – þá gerist eitthvað innra með þér.  Þú finnur svona aaaaaaaa-tilfinningu.  Þér líður vel og þú ert stolt/ur af heimilinu.  Það er góð tilfinning og flestir ættu að gera hluti sem láta þá líða vel innra með sér.

10-2014-09-20-123023

Mér finnst líka alltaf jafn mikilvægt að hamra á því að hlutirnir þurfa ekki endilega að vera Iittala til þess að vera fallegir – því að staðan er bara þannig að fæstir hafa í raun ráð á að splæsa í hitt og þetta sem kostar helling.  Það er fullt til af fallegum munum í heiminum, og þinn smekkur þarf ekki að vera eins og hjá næsta manni eða konu.  Það sem skiptir öllu er að þér líði vel í umhverfi þínu.

Nú hætti ég að röfla – þetta var það sem ég vildi sagt hafa í bili.

07-2014-05-19-143217

Ætla síðan að setja inn nokkra pósta á næstunni með gömlum myndum – bara svona til þess að hjálpa ykkur að rifja það upp að þetta gerist ekki yfir nóttu.

*knúsar* út í daginn!

08-2014-04-09-131949

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Hvernig nenniru þessu?

 1. Margrét Helga
  18.05.2015 at 08:39

  Veistu…þetta er akkúrat það sem ég elska við bloggið þitt!! Hvað þú ert dugleg að sýna okkur hvernig gamlir hlutir fá nýtt líf með smá pússi og spreyi eða málningu, að maður þarf ekki alltaf að kaupa nýtt og dýrt til að hafa fallegt í kringum sig. Elska líka að þetta er ekki hönnunarblogg. Fæ alltaf smá svona “úff” tilfinningu þegar ég sé blogg um heimili sem líkjast sýningarsölum eða húsgagnaverslunum af því að það er bara hönnun þarna inni. Ég myndi verða hrædd að koma í heimsókn á svoleiðis heimili…hvað ef maður myndi skemma eitthvað eða rústa skipulaginu??
  Nei…þitt blogg er það sniðugasta, skemmtilegasta og flottasta sem ég sé…að ekki sé talað um notalegasta. Ekki þar fyrir, önnur blogg eru líka sniðug og flott og skemmtileg að lesa og gefa manni líka góðar hugmyndir en þitt er bara einhvernveginn öðruvísi…finnst endalaust vænt um það! 🙂

  Kíp öpp ðe gúdd vörk yndislegust 🙂

  Knús úr sveitinni!

 2. Kolbrún
  18.05.2015 at 09:59

  Þitt blogg er æðislegt eins og það er það sem þú ert að sýna okkur hér úti er einmitt þetta að hlutir þurfa ekki að kosta mikið til að vera fallegir og fegra og gleðja augað.
  Því geta flestir samsvarað sér í blogginu og gripið hugmynd hér og þar og hvernig þú einmitt raðar góða hirðinum með iittala og fleiru kemur svo fallega út hjá þér og allt er svo eðlilegt og hlýlegt vona að þú haldir áfram á sömu braut

 3. Magga Einarsdóttir
  18.05.2015 at 10:28

  Dossa skreytingasystir, ég elska bloggið þitt, fýla í botn hvað þú ert að gera. Ég sjálf er klárlega á sömu línu og þú því ég elska hluti sem passa inn á mitt heimili og mér er alveg sama hver hannaði eða hvaðan hluturinn kom.
  Keep up the good work and don´t calm down 😉

 4. Anna
  18.05.2015 at 12:20

  Finnst alltaf gaman að skoða heimilið þitt því það er alltaf að þróast eða breytast, hvernig sem maður lítur á það. Það er allt öðruvísi en öll þessi endalausu hönnunarheimili sem maður sér í öllum tímaritunum, alltaf það sama þar. Sömu vinsælu hönnunarvörunum stillt upp, öll heimilin eins. Það er bara eins og að ganga inn í verslun. Þú ættir að stofna tímarit með þessum stíl, er orðin svo leið á H&H blaðinu en samt hangi ég enn í áskrift í veikri von um að það breytist. Hvaða leiðindafólk nennir ekki að huga að heimilinu, ekki hlusta á svona! Er samt smá stöðnuð með mitt heimili núna 🙂

 5. Greta Kristín
  18.05.2015 at 13:00

  Dásamlega fallegt heimilið þitt og svo mjög gaman að lesa og skoða bloggið.
  Takk fyrir að nenna 😉

 6. Ása
  18.05.2015 at 13:06

  Æðislegt blogg og ég er þakklát á hverjum degi fyrir að þú “nennir” þessu. Þú gefur svo mikið af þér með því.
  Ég hef lært margt af þér og er stöðugt í leit að þessari tilfinningu sem þú lýsir þarna. Við breittum húsinu okkar fyrir nokkrum árum og ég hef leitað hennar síðan (átti hana áður). Það er þó allt í rétta átt. Endilega haltu áfram á sömu braut og haltu áfram að gleðja augu okkar og hjörtu.
  Kærar þakkir fyrir frábært blogg.

 7. Gunnhildur
  18.05.2015 at 21:18

  Ég kíki á hverjum degi til að athuga hvað þú hefur að segja takk fyrir

 8. Vilborg
  19.05.2015 at 00:33

  Skrifin þín eru einlæg og skemmtileg og þú gefur svo mikið af þér, ég amk kíki á hverjum degi til að sjá hvað þú ert að bralla. Ég dáist að framkvæmda gleðinni og hugmyndaauðgi 🙂
  Takk fyrir að deila með okkur 🙂

 9. Fjóla
  19.05.2015 at 11:21

  Ég elska bloggið þitt!
  Hef engan áhuga á hönnunarbloggum, þau heilla mig ekki. Þú setur sál í allt sem þú gerir hér 🙂

 10. Greta
  19.05.2015 at 14:42

  Sammála öllum 😉
  Mér finnst þetta orð “house proud” ferlega flott.

  Þúsund þakkir fyrir að deila öllum hugmyndunum með okkur.

 11. 19.05.2015 at 17:17

  Elsku hjartans Soffía okkar!

  Þú átt að vera eins HOUSE PROUD og mest þú getur! Bloggið þitt varð hvatning að mínu litla bloggi. Framkvæmdir og breytingar hér í “Southfork” hafa margar verið litaðar af hugmyndum og innblæstri frá þér. Þú ert búin að kenna okkur að einfaldur kertastjaki í Góða Hirðinum á 200 kr. getur orðið hið fallegasta stofustáss með smá spreyi eða málningu.

  Guði sé lof fyrir fjölbreytileikann og að við getum átt heimili sem eru í okkar stíl. Okkur hættir nefnilega til og þá sérstaklega konum held ég að bera okkur sífellt saman. Verum ánægð og ánægðar með það sem við erum að gera, það gerir okkur einstök því það er ekkert annað eintak til í heiminum af þér, bara eitt sem gerir þig og okkur öll hvað? Jú einstök 🙂

  Knús elsku flotta Soffía…þarf að vinna upp marga bloggpósta sem ég þarf að lesa eftir dásamlegt orlof…víví hlakka til.

  Sigrún Austfjarðapúki 😉 🙂

 12. Anna Sigga G.
  30.12.2015 at 14:20

  Takk fyrir að nenna 🙂 Allt sem þú sem þú sendir frá þér er algjört augnakonfekt 🙂

  Hlýjar kveðjur
  Anna Sigga g.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   07.01.2016 at 23:16

Leave a Reply

Your email address will not be published.