Blámann litli – DIY…

..ég játa það að ég er sennilega yfirmaðurinn yfir órólegu deildinni.  Ég bara get víst ekki verið til friðs.    Seinast þegar við sáum herbergi litla mannsins þá leit það svona út…

01-2015-04-16-142144

…en það var alltaf vitað að þetta væri bráðabirgðalausn, því mér fannst rúmið verið helst til kvenlegt, með réttu eða röngu, og þar að auki langaði litla manninum í “sitt” rúm.  Han vildi ekki vera með Diddí-rúm í sínu herbergi 🙂

Ég rak síðan augun í það á Facebook að vinkona mín var að gefa stækkanlegt Ikea-barnarúm.  Þar sem ég trúi mjög svo heitt á það að vera með stækkanleg rúm í barnaherbergjum, því mér finnst plássið þar inni svo dýrmætt, þá hafði ég samband og fékk hjá henni rúmið.  Ég var síðan með einn lista frá A4 sem ég átti eftir að finna rétt staðinn fyrir og la voila…

01-2015-04-26-011809

…ég ákvað á stundinni að þessi ætti vel heima þarna og límdi hann niður með trélími…

02-2015-04-26-011814

…ég notaði síðan kalkmáningu frá Martha Stewart sem ég fékk í Föndru og málaði bara beint á rúmið.  Enginn grunnur og ekkert púss…

31-2015-04-30-183220

…til þess að mála rúmið notaði ég stóra kalkpensilinn frá Martha Stewart líka, og hann er alveg frábær (fékk minn í Föndru)!  Fer aðeins úr hárum en það er ótrúlega þægilegt að mála með honum og kemur mjög falleg áferð…

07-2015-04-26-013455

…og svo var bara málað…

03-2015-04-26-013419

…og meira…

04-2015-04-26-013427

….veit ekki hvort að þið sjáið það – en ég setti víst svoldið rausnarlega af líminu.  Það fór því aðeins út fyrir listann og eftir að ég málaði yfir þá varð það enn meira áberandi…

05-2015-04-26-013440

…ég beið því eftir að rúmið þornaði, daginn eftir.  Endilega takið eftir fagmannlegum vinnubrögðum frúarinnar, pensill undir einum fæti…

08-2015-04-26-143456

…og inniskór undir öðrum – já svona á að gera þetta 😉 Það þarf að hlífa gólfinu skiluru!

10-2015-04-26-143504

…ég þurfti því að taka hníf og skera aðeins í kringum listann.  Til þess að ná í burtu líminu sem kom út fyrir…

11-2015-04-26-192633

…síðan málaði ég aftur yfir með bláu málningunni, og ákvað að prufa annan lit með…

13-2015-04-26-195237

…sá er líka úr Föndru og kemur frá FolkArt merkinu…

32-2015-04-30-183222

…og ég byrjaði að prufa mig aðeins áfram með hann.  Svona nokkurs konar þurrburstun.  Það er erfitt að stoppa þegar maður byrjar og ég var allt í einu búin að mála mikið meira en ég ætlaði…

12-2015-04-26-195227

…ég ákvað því að setja rúmið inn í herbergi til þess að sjá hvernig mér líkaði – og í stuttu máli, þá líkaði mér það ekki…

14-2015-04-26-200111

…mér fannst ljósi liturinn bara alls ekki ganga upp inni í herberginu…

15-2015-04-26-200129

…og málningar”aðferðin” varð eitthvað svona þreytt að sjá fljótlega.  Ekki klassísk – minnti mig orðið mest á hérna 90´s þegar að allir voru að mála í hringi með plastpokum!  Ekki alveg að gera sig þegar upp var staðið…

16-2015-04-26-195232

…þegar ég var loks búin að ákveða mig, þá fór ég yfir allt saman með glæru vaxi, og við það dýpkaði fyrri liturinn og varð mikið betri…

33-2015-04-30-183223

…og að lokum, þá varð þetta útkoman!

17-2015-04-29-090845

…smá ljós litur sem er meira áberandi á listanum, og lætur hann njóta sín mun betur en ef hann væri bara einlitur…

18-2015-04-29-091039

…og eins sést ööööörlítið í smá ljóst á gaflinu sjálfum, svona rétt eins og hann sé smá gamall…

19-2015-04-29-091050

…og þessir listar eru hrein snilld – og breyta einföldustu mublu í eitthvað spes!

20-2015-04-29-091059

…ekki sammála?

21-2015-04-29-091110

…ég hef þó eitt út á þetta að setja, svona þegar allt er komið saman, og það er að mér finnst gaflinn vera aðeins of lágur.  Ég hefði viljið sjá hann 20-30 cm hærri.  Þannig að, ekki vera hissa ef ég breyti til fljótlega…

22-2015-04-29-094553

…en liturinn finnst mér mjög fallegur og rúmið er yndislegt…

24-2015-04-29-094624

…vildi bara að hann væri aaaaaaaðeins hærri…

25-2015-04-29-094643

…verð síðan að sýna ykkur þennan hérna…

26-2015-04-29-094655

…rakst á þennan í þeim Góða um daginn og mér fannst hann eitthvað æðislegur…

27-2015-04-29-094701

…ekki spyrja mig afhverju, hann bara var eitthvað obbalega apalegur og glaður – og er sparibaukur…

28-2015-04-29-094706

Í þetta notaði ég:
Home Decor vax og málning, Marta Stewart málning og pensill – allt frá Föndru.
Listi frá A4
Trélím – úr skáp eiginmannsins í skúrnum

30-2015-04-30-183218

Elska litinn, elska listann – þarf hærri gafl!

Næsta jobb komið á listann 😉

23-2015-04-29-094603

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Blámann litli – DIY…

 1. Telma Rut Eiríksdóttir
  15.05.2015 at 11:14

  Sæl
  hvar fékkstu stjörnu rúmteppið?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   15.05.2015 at 11:15

   Fékk rúmteppið í Köben í fyrra, í fakta.dk.

 2. Margrét Helga
  15.05.2015 at 11:21

  Þetta kemur hrikalega flott út, en er sammála…höfðagaflinn má vera hærri. Get trúað því að litli maðurinn sé mjög ánægður með hann Blámann sinn 🙂
  Og apinn er bara krúttlegur! 🙂

  Knús í hús…

 3. Anonymous
  15.05.2015 at 15:45

  Alveg ÆÐISLEGUR skrautlistinn og allt rúmið en höfðakaflinn þarf að vera hærri eins og þú segir því þá sést skrautlistinn betur en samt sem áður bara æðislegt rúm 🙂

 4. ég
  20.05.2015 at 06:21

  Hvaða gráa lit ertu með á veggjunum í
  herberginu?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   20.05.2015 at 09:48

   Gauragrár og fæst í Slippfélaginu 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.