Jedúdda mía….

…núna er ég að farast úr afbrýðissemi 😉  Hér er blogg sem heitir Centsational Girl og er mjög skemmtilegt.  Daman þar á þetta fataherbergi, og við fyrstu sýn þá er ég nægjanlega abbó bara að horfa á allt þetta pláss sem að hún á.
En henni fannst herbergið ekki nægjanlega skemmtilegt og ekki vera nógu mikið hún 🙂   – þannig að daman reif upp málingarpensilinn og fékk sér veggfóður og
1
2
og
la voila……
…jeminn hvað mér finnst þetta vera flott!  Af hverju á ég ekki svona bjúifúlt fataherbergi?  Og af hverju eru svona margir sem að lifa með því að vera með skápa sem að þeir eru ekki ánægðir með?
 Skáparnir voru sem sé grunnaðir og svo lakkaðir. 

Veggurinn var veggfóðraður
Ljóskrónan var spreyjuð…
Skáparnir voru líka málaðir og listarnir lakkaðir hvítir..
..þetta er alveg hrikalega flott 🙂  Ekki viss um bóndinn yrði ánægður með svona “girly”-herbergi, en ég myndi eeeeeeelska það ♥♥♥
Mæli líka með að þið smellið HÉRNA og sjáið alla snilldina sem að hún er búin að vera að gera 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Jedúdda mía….

 1. Anonymous
  07.02.2011 at 12:49

  ooo, þetta er allt svo flott!

  mig langar svo að vita – þegar þú ert að mála húsgögn – t.d., hvítt – hvaða málningu notarðu þá ? notarðu eitthvað lakk yfir ?
  kv, Alma.

 2. Anonymous
  07.02.2011 at 13:22

  Vá maður hefði nú ekkert á móti svona flottu fataherbergi!

  Kv.Hjördís

 3. 07.02.2011 at 23:08

  Hæ Alma,

  ég myndi bara leita mér ráðleggina hjá Byko eða Húsó eftir því hvað á að mála 🙂

  Hjördís 🙂

  kv.

Leave a Reply

Your email address will not be published.