Blúndan…

…ég er alger blúndukona.  Eða svona “lace”-kona 🙂  Ef fatnaður er með blúndu á þá er ég sérlega veik fyrir honum, og ég hef ekki tölu á bolunum mínum sem eru með einhverju blúnderí-i á.
Því rak ég upp pínulítið fagnaðaróp þegar ég sá þetta.  Hugmynd sem er svo einföld og svoooooo sniðug að maður slær sér á lær og segir: “af hverju fattaði ég ekki upp á þessu???”
Viljið þið sjá??
Ha?
Ok, tilbúnar 🙂
Hér er skenkur….
Hér er skúffan úr skenknum áður…
Blúnduefni lagt yfir og gamli góði spreybrúsinn rifinn upp…
og jesúminnmaríaogallirenglarnir….sjáiði!!
Þetta gleður mína innriblúndukellu upp úr skónum 🙂
Svo við tölum nú ekki um allar festarnar og gullið, krummi krunkar bara úti – og flottar höldur festar á plötu til að hengja þær upp…
Sniðug leið til að geyma armbönd, gamall kertastjaki…
Einu sinni enn, gordjöss – dææææææs, þarf að finna mér eitthvað að spreyja í hvelli!
Photos and idea via the brilliant

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Blúndan…

  1. Anonymous
    10.02.2011 at 09:20

    Vá þetta er hrikalega sniðugt og flott!

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    10.02.2011 at 11:15

    Flott hugmynd 🙂
    Kv.Margrét

  3. Anonymous
    10.02.2011 at 13:39

    þetta er ekkert smá flott, er einmitt að láta mig dreyma um blúndugardínur í stofuna fyrir draumahúsið sem ég er búin að kaupa í huganum svona fyrir utan mykragardínurnar sem ég ætla að hafa.

    kv. Bryndís

  4. Anonymous
    10.02.2011 at 14:44

    Þetta er alveg yndislega fallegt,ótrúlegt hvað sumir eru hugmyndaríkir og sniðugir,þetta eru bara listamenn 🙂
    Gaman annars að sjá barnaherbergin hjá þér í Hús og híbyli 🙂
    Kv Sigga D

  5. Anonymous
    10.02.2011 at 17:13

    Snilld 🙂

    kv. Helena

  6. 11.02.2011 at 16:42

    úú þetta kemur rosalega vel út!

    Vaka

  7. 15.02.2011 at 23:31

    vá rosa flott hugmynd!!:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *