Míní-meikóver..

…herbergin hjá krökkunum eru alltaf að breytast eitthvað.  Þau stækka og eldast og þarfir þeirra breytast.  Þess vegna er ég alltaf eitthvað að pota, breyta og vonandi bæta í herbergjunum þeirra.

Ég flutti borð sem að var áður í skrifstofuherberginu okkar yfir í herbergi dóttur minnar.  Er því miður ekki með mynd af borðinu einu og sér en þið getið notið þess að sjá það með þessu fallegu börnum í kringum borðið 🙂

…en þegar að borðið var komin inn í herbergi dömunnar þá varð það eitthvað berrassað.  Við mæðgurnar ákváðum þá að setja vegglímmiða á borðið.  Svei mér þá ef það varð ekki bara kátara við þessa mini-breytingu 🙂

…sem sé, um að gera að nýta vegglímmiðana á fleiri hluti en bara veggina!

….litli skápurinn með dúkkufötunum var líka með límmiðum sem að glöddu engann

en þeir voru teknir af og lillimann er mun sætari á eftir!
Posted by Picasa

2 comments for “Míní-meikóver..

  1. Anonymous
    15.02.2011 at 20:41

    Rosalega flott og lífgar upp á borðið að sitja límmiðana…tók einmitt eftir þessu í Hús og Híbýli;)

    Kv.Hjördís

  2. Laufey
    17.02.2011 at 09:30

    Sá herbergin í Hús og Híbýli … ferlega flott 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *