Hætt, búin og farin…

…eða svona næstum því!  Var að finna mér hús í Ammmeríkunni og ef ég ætti bara “örfáar” aukamillur, ca 100, eða svo – þá væri ég farin 🙂
Var að horfa á hina dæmigerðu stelpumynd með Katherine Heigl og Josh Duhamel, Life As We Know It.  Myndin sjálf er afar fyrirsjáanleg og allt það, en hoh my god hvað húsið í myndinni er flott.  Beinustu leið á google og la voila, er ekki bara húsið til sölu!
 Framhlið hússins..
Að vísu er það bara ytra byrði hússins sem er notað í myndinni en það
kemur ekki að sök þar sem að húsið er gorgeous að innan.
afturhlið hússins, jeminn, sjáið þetta…

ok, jájá – það væri hægt að nýta þetta svefnherbergi..

fataherbergið..
barnaherbergin..
sólstofan – ójá.. 

sjónvarpsherbergið..

eldhúsið, takið eftir loftinu, og eyjunni, og ljósakrónunni yfir eyjunni, og, og, og…

hornskápurinn, afaklukkan..
ohhhh – gluggarnir og frönsku hurðarnar (og hundurinn fyrir utan þær)…
hjónasvítubaðherbergið..
enn og aftur, loftið, hlaðni steinarininn, gluggar og hurðar..

Hér er síðan fyrsta húsið sem að ég man eftir að verða ástfangin af í bíómynd, húsið í Father of the Bride – eeeeeeelska það enn!  Af hverju eru ekki svona hús á Íslandi??  *stuna*

p.s. annars er ég að hugsa um að minnka eitthvað bloggið, er svona á krossgötum með þetta.  Ræðst á næstu dögum 🙂

7 comments for “Hætt, búin og farin…

  1. Anonymous
    16.02.2011 at 09:11

    Þetta er geggjað hús! Vona að þú minnkir ekki bloggið það er svo gaman að lesa bloggið þitt.

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    16.02.2011 at 10:26

    Geggjað hús og geggjað bloggið þitt,sem ég er nýbúin að uppgötva svo ég vona að þú sért ekki að hætta,p.s.ég var númer 25.500 í dag svo þín yrði saknað 🙂
    Kv,Sjöfn

  3. Anonymous
    16.02.2011 at 10:31

    Ekki minnka bloggið … er svo gaman að fá góðar hugmyndir frá þér…
    væri sko til í svona hús og garð 🙂
    KV.Margrét

  4. Anonymous
    16.02.2011 at 18:23

    Hey, ekkert rugl Soffía mín, bloggið þitt er orðið nauðsynlegur hluti af daglegum netrúnti svo ekki minnka það plííís.. ;)Svo gaman að sjá allar frábæru hugmyndirnar og pælingarnar þínar 🙂
    kv. Helena

  5. Anonymous
    16.02.2011 at 18:49

    Þetta eru æðisleg hús og æðislegt blogg svo ég vona að þú haldir áfram 🙂
    Kveðja Guðrún H.

  6. Hanna
    16.02.2011 at 21:05

    Ekki minnka bloggið – gerðu það! 🙂 Ég er dyggur lesandi þó ég sé ekki alltaf dugleg að kommenta og vona að þú haldir áfram! 🙂

  7. Laufey
    17.02.2011 at 09:29

    Vonandi hættir þú við að minnka bloggið … finnst svooooo gaman að koma hingað á hverjum degi og lesa/skoða eitthvað nýtt, flott og skemmtilegt frá þér 😉

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *