Vaxtarverkir…

…í herbergi hjá litlum manni  😉

Eins og ég skrifaði í gær þá er ég búin að vera að breyta lítillega í herbergjunum hjá krökkunum. 
Núna er til dæmis litli maðurinn orðinn 6 mánaða og er farin að hreyfa sig aðeins á gólfinu og því var komin tími á “operation-út með ruggustólinn-hendum hillunni á hlið-og reddum einhverju kósý á gólfið”. 
Búið að lækka botninn í rúminu…
Kósý á gólfið = motta úr Ikea
Því kvaddi ég herbergið sem leit áður svona út *snökkt, grát, stuna*
…..og lagði af stað í breytingar, og ég segji ég því að þetta gerði ég bara ein og sjálf á meðan bóndinn vann sinn vinnudag.  Smá mál að snúa hillunni en ekki verk sem er of stórt fyrir Ofur-Dossu (sú er í nærbuxunum yfir sokkabuxunum rétt eins og Súperman)!
Taaa, daaaa, daaaaaammmm!
Þá leit þetta svona út!
Ok, allt í lagi, ég meina ég sakna alveg gamla “look-sins” eða þetta var eitthvað sem þurfti að gera..
…en hvað er nú þetta, sjáið þið uglumyndina á vegginum, þessi staðsetning var ekki alveg að gera sig – það var bara stór skrúfa þarna í vegginum þannig að ég ákvað að nýta hana…

síðan var farið í frekari pælingar um að gera vegginn betri og þetta gerðist..
…sem sé nokkrir rammar úr Ikea, ásamt Tiger/Ilva/vegghenginu.  En ég var ekki sátt við þetta!  Þetta veitti mér enga ró – ef þið skiljið hvað ég á við.  Það var eitthvað svo mikið að gerast á vegginum og svo í hillunni fyrir neðan að ég varð bara stressuð þarna inni..
…yfir í næsta plan.  Tók upp á því að færa tréð úr horninu þar sem að það var áður og setja það lengra til vinstri yfir hillunni.  Festi síðan hengið lengra til hægri þar sem að tréð var áður – eru allir að fylgja mér eftir með þetta?
Þannig að núna lýtur þetta svona út, aaaahhhhh já – held að þetta sé bara í lagi! 

Það er meiri ró yfir þessu svona og meira jafnvægi á herberginu – það segir sá litli í það minnsta!

Uppáhaldshlutir þarna inni núna:
Viddi og Blesi, og sætu töskurnar..

Heimurinn allur, sem að Ingveldur elskuleg flutti með sér frá AEY til mín úr Tiger 🙂 – þar sem að hnötturinn var uppseldur á höfuðborgarsvæðinu.

9 comments for “Vaxtarverkir…

  1. Anonymous
    18.02.2011 at 10:39

    Hann stækkar aldeilis hratt. Eru þetta límmiðar á veggnum? (tréð flott?) hvarhvar??

    kv Guðrún

  2. Anonymous
    18.02.2011 at 11:17

    Yndislegt herbergi og sætur lítill maður 🙂
    Flottir límmiðar á veggnum og flottur hnöttur
    kveðja, Margrét

  3. Anonymous
    18.02.2011 at 12:08

    Rosalega flott hjá þér eins og allt sem að þú gerir!

    Kv.Hjördís

  4. Anonymous
    18.02.2011 at 12:52

    Rosalega flott breyting 🙂 Elska þennan tré límmiða og hnötturinn er æði…

    kv. Jóhanna

  5. Anonymous
    18.02.2011 at 18:15

    Ótrúlega flottar breytingar í herbergjum barnanna þinna.

    Ég verð bara að hrósa þér hvað þú ert dugleg og framkvæmdaglöð….ég er með kollinn fullan af hugmyndum en geri svo ekki neitt…nema skoða flottar hugmyndir á netinu 😉

    kveðja
    KRIstín Vald

  6. Anonymous
    21.02.2011 at 00:29

    Rosalega er þetta flott. Bæði barnaherbergin eru æði.

    Mig langar svo að vita, hvar þú keyptir bókstafina í strákaherbergið? Ég er búin að vera að leita af svona sambærilegum stöfum (reyndar stærri, eins og eru í þáttunum Cougar Town), en ég hef ekki rekist á svoleiðis.

    Kveðja,
    Inga

  7. 21.02.2011 at 03:06

    Takk fyrir allar saman, fyrir falleg orð, hrós og að nenna að kommenta 🙂

    Guðrún, tréð eru vegglímmiðar sem að keyptir voru í Target í USA. Það er til núna mjög flottir vegglímmiðar í Tiger í Smáralind og kosta bara 600kr – þannig að það setur engann á hausinn að kaupa sér kassa og prufa sig áfram!

    Inga, stafirnir eru frá PotteryBarnKids.com í USA. Ég held að þeir sendi meira að segja hingað heim. EAT stafirnir í Cougar Town eru frá Anthropologie.com en eru uppseldir hjá þeim í bili. Hins vegar er oft hægt að fá svipaða hjá Etsy.com.

  8. 26.02.2011 at 13:21

    Vá hvað þetta er fallegt herbergi 🙂 hvar fékkstu þessar uglupúða, mig langar í 🙂

  9. 27.02.2011 at 09:35

    Takk fyrir Mæja, brúna uglan er úr Target en sú græna stóra er frá PotteryBarnKids http://www.potterybarnkids.com/products/penny-and-joy-owl-plush/?pkey=e%7Cowl%7C11%7Cbest%7C0%7C1%7C24%7C%7C1&cm_src=PRODUCTSEARCH||NoFacet-_-NoFacet-_-NoMerchRules-_-

    🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *