Endurvinnsla – DIY…

…um daginn þá var ég inni í A4 í Kringlunni á miðnæturopnun.  Ekki að ég hafi bara staðið þar að gamni mínu, heldur var ég fengin til þess að koma og vera með smá sýnikennslu gestum og gangandi til ánægju og yndisauka (vonandi) 😉

Ákvað því að deila þessu með ykkur hérna, þannig að þið getið skoðað þetta skref fyrir skref, nú og ef þið viljið, þá eru þessi sýniseintök einmitt niðri í Kringlu, ef þið viljið frekar fara á svæðið og pota aðeins í þetta allt saman.

Í þetta notaði ég:
Mod podge
pensil
Vintage málningu
Ríspappir

19-Skreytumhus.is A4-018

…fyrsta verk var að finna rétta hlutinn til þess að breyta og ég fann þess hillu í Nytjamarkaði og fannst hún ákjósanleg í þetta…

01-Skreytumhus.is A4

…þar sem ég var nú að mála þetta inni í Kringlu þá var ég ekki með skrúfjárn og skrúfaði þess vegna ekki snagana af.  Síðan er bara að mála eina umferð og hinkra aðeins. Þetta er mjög fljótt að þorna og svo er hægt að fara aftur yfir þar sem þarf…

02-Skreytumhus.is A4-001

…ég setti síðan resinlista ofan a hilluna, svona til þess að máta og varð mjög svo hrifin af því að hafa hann bara hvítann og svo varð úr…

10-Skreytumhus.is A4-009

…síðan reif ég út þær Rismyndir sem ég vildi hafa á og í þetta sinn blandaði ég saman tveimur týpum…

11-Skreytumhus.is A4-010

…stelpumyndinni og svo fuglunum – fer yfir flötinn með Mod Podge og svo er myndin sett á.  Strokið varlega yfir og ég set alltaf Mod Podge ofan á líka…

12-Skreytumhus.is A4-011

…sem mér fannst bara blandast nokkuð vel saman…

13-Skreytumhus.is A4-012

…síðan fór ég yfir þetta allt saman með þessari aðferð sem kýs að kalla þurrburstun. Þá set ég smá málningu á pensilinn, í þessu tilfelli dökkgráa, og þurrka hana svo næstum úr með því að strjúka og dúmpa penslinum í bréf.  Síðan fer ég lauslega yfir kantana, og bara þau svæði sem ég vil fá smá skyggingu á.

17-Skreytumhus.is A4-016 18-Skreytumhus.is A4-017

…og í þessu tilfelli strauk ég líka aðeins yfir skúffurnar og svona þar sem ég vildi fá smá meiri lit…

24-Skreytumhus.is A4-004

…og svona lítur þetta út að verki loknu 🙂

26-Skreytumhus.is A4-006

…dulítið fallegt, ekki satt?

32-Skreytumhus.is A4-012

…og gaman að sjá slaufuna svona hvíta!

28-Skreytumhus.is A4-008

…notaði síðan sömu aðferð til þess að gera þessa krítartöflu…

03-Skreytumhus.is A4-002

…í stuttu máli – máli mál…

04-Skreytumhus.is A4-003

…eftir ca 1-2 umferðir er útlitið svona…

05-Skreytumhus.is A4-004

…og eftir þurrburstunina…

06-Skreytumhus.is A4-005

…aftur – bara til að sýna muninn – fyrir þurrburstun…

07-Skreytumhus.is A4-006

…eftir þurrburstun…

08-Skreytumhus.is A4-007

…ég notaði síðan þennan fallega ríspappír, og ákvað að nota stærstu myndina…

09-Skreytumhus.is A4-008

…og því varð úr að ég sneri töflunni svona á hlið…

21-Skreytumhus.is A4-001

…gæti verið skemmtilegt að skrifa eitthvað hvetjandi á töfluna, og setja hanka fyrir skart á þessa, ekki satt?

22-Skreytumhus.is A4-002

…að lokum voru það þessi fallegu hjörtu sem að ég rakst á hjá þeim í Kringlunni…

14-Skreytumhus.is A4-013

…þau voru máluð með sömu málningu…

16-Skreytumhus.is A4-015

….og svo farið yfir með Mod Podge og rispappír festur á…

15-Skreytumhus.is A4-014

…um að gera að leika sér með þetta og hér sést öðru megin…

30-Skreytumhus.is A4-010

…og svo him hliðin…

31-Skreytumhus.is A4-011

…og svo eru þau svona líka sæt upphengd og í stuði! 🙂

Allt efnið sem ég notaði í þessum pósti fæst í Verslunum A4 – smelltu hér fyrir Facebook-síðu þeirra!

20-Skreytumhus.is A4

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

5 comments for “Endurvinnsla – DIY…

  1. Vaka
    04.05.2015 at 22:21

    Bjútífúl

  2. 04.05.2015 at 23:06

    Glæsilegt hjá þér vinkona!!!

  3. Anna María
    04.05.2015 at 23:40

    Frábært sem þú ert að gera og gefur manni margar
    hugmyndir. Er sjálf farin að prófa mig áfram eftir að ég
    hef fylgst með síðunni hjá þér. Takk fyrir góðar hugmyndir.

  4. Margrét Helga
    05.05.2015 at 08:24

    Æðislega fallegt hjá þér mín kæra 😀

  5. Brynja
    17.05.2015 at 18:17

    Einhverra hluta vegna for thessi postur alveg framhja mer…..Eg bara komst i banastud vid ad lesa…Rosa smart

Leave a Reply to Brynja Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *