Sjáið bara…

…ohhhh krúttið!

05-2015-04-16-142248

Haldið ekki bara að sveppastrákurinn Bubbles hafi flutt hingað inn í seinustu viku.  Ég er búin að vita til þess í þó nokkuð langan tíma að það stæði til að koma með hann á markað sem lampa og ég varð ekkert smá kát að sjá útkomuna hjá þeim skvísum í Tulipop

01-2015-04-16-142144

…það er náttúrulega engin furða að ég hafi fallið fyrir honum.  Enda eru þó nokkrir sveppir í herberginu og mér finnast þeir svo krúttulegir…

03-2015-04-16-142212

…mér finnst líka rauði liturinn einmitt svo fallegur með þessum gráa og svo auðvitað bláu tónunum sem eru þarna líka…

04-2015-04-16-142222

…Bósi og co eru í það minnsta kátir með félagsskapinn og hafa ekkert kvartað yfir þessu…

06-2015-04-16-142300

…kreisí drekapartý í höllinni…

07-2015-04-16-142325

…margumrædd karate-rotta flutti inn – strákadót!!  Ég á aldrei eftir að ná þessu alveg…

08-2015-04-16-142330

…þetta er t.d. mjög algeng sjón.  Þetta eru steinar sem eru bara svo rosalega flottir að hann varð að hafa þá með inni hjá sér, þeir eru flottir…

09-2015-04-16-142338

…þessir litlu pokar eru líka mesta snilldin,  Þarna detta ofan í alls konar misfríðir kallar og meððí, þarf ekki að sorterast bara það sem hann er að grúska með í það og það skiptið…

10-2015-04-16-142343

…og nóg er af því – t.d. má ekki henda neinum “bæklingum”.  Allt sem kemur með dótinu í kassa er bara háheilagt og þarf að geymast og skoða aftur og aftur…

11-2015-04-16-142348

…eins og sést þarna – einhver turtles bæklingur sem er alveg stórbrotin lesning eftir því sem mér skilst…

12-2015-04-16-142356

…grey gamli strumpurinn minn mænir yfir í pokann og vill slást í fjörið…

13-2015-04-16-142404

…einnig eru svona grindur að reynast mikil snilld – fyrir bækur og auðvitað margumrædda bæklinga – þetta þarf að geymast einhversstaðar…

14-2015-04-16-142447

…lampanum sem var á kistunni var hrókerað yfir á kommóðuna…

15-2015-04-16-142521

…en bækur og annað slíkt er til skrauts á hillunni…

16-2015-04-16-142528

…og á þeirri efri hangir gítarinn líka – smá bráðabirgðalausn.  Gítarinn var sko keyptur í Nytjamarkaði fyrir litla manninn, þar sem hann elska að “spila” og kostaði bara um 1500kr…

17-2015-04-16-142533

…hann er líka sætur á hlið hann Bubbles litli!
Abbsakið pandarassinn…

18-2015-04-16-142612

…og vinsælt að vera með bækurnar í hillunni við rúmið – svona svo hægt sé að grípa í þær fyrir svefninn…

19-2015-04-16-142639

…og þetta þýðir bara eitt – það er komin helgi enn og aftur!

Hvert fer tíminn eiginlega? og af hverju er hann að flýta sér svona?

Knús og góðan dag ❤

02-2015-04-16-142156

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Sjáið bara…

 1. 27.04.2015 at 08:30

  Þessi lampi er bara yndislegur og herbergið virkilega fallegt. Hvar fékkstu nú þessar sniðugu vírkörfur?

 2. Margrét Helga
  27.04.2015 at 08:49

  Oh, það er svo margt flott í þessu herbergi 🙂 Hvar fékkstu hauskúpukörfuna? Og tulipop lampinn er æði <3

  • Soffia - Skreytum Hús...
   27.04.2015 at 21:29

   H&M Home sá um pokann góða 🙂

   • Margrét Helga
    27.04.2015 at 23:23

    Þá er það ákveðið….þarf bráðnauðsynlega að fara í smá skreppitúr til Noregs í svoleiðis búð :p Vildi að ég hefði vitað af henni fyrir 10 árum þegar ég bjó þarna! 😉

 3. Anna Sigga
  27.04.2015 at 15:33

  Þennan Bubbles lampa langar mig að eignast 😀 við eigum einn Mosabauk frá tulipop

 4. Rannveig
  27.04.2015 at 18:05

  Skondið að heyra þetta með bæklingana og umbúðirnar. Held að þetta sé svolítið drengja-sérkenni. Man eftir þessu frá mínum sem er orðinn fullorðin og sagan endurtekur sig hjá barnabarninu.

 5. Hlín
  27.04.2015 at 21:23

  yndislegt strákaherbergi! Hvar fékkstu svarta hauskúpu”pokann”… veit ekki hvað ég get kallað það 😛

  • Soffia - Skreytum Hús...
   27.04.2015 at 21:29

   Hann var keyptur í H&M home 🙂

 6. Heida
  27.04.2015 at 23:44

  Gat ekki annað en hlegið, báðir synir mínir fylltu gluggakisturnar af steinum og annar þeirra grét hálfan dag yfir týndum He man bækling! Altaaf gaman að glugga inn í flottu herbegin hjá börnunum þínum. Þau eru full af gullum…

Leave a Reply

Your email address will not be published.