Innlit í Góða Hirðinn…

…innlit er kannski ekki rétta orðið.

Veiðiferð lætur kannski nærri lagi 🙂

Þetta hefst strax á bílastæðinu fyrir utan.  Kaupglaðir fjársjóðleitarar með glampa í augum leita að bílastæði haukfráum augum.  Skyldi maður gerast svo heppin að sjá í fjarska eitt losna, þá er bara að stökkva á það með fimi og snöggum hreyfingum kattardýrssins.  Stæðið skal verða mitt!

Oftast nærri eru það ekki einu sinni venjuleg “kurteisi” í bílastæðamálum sem að gildir, það er bara að ná – eða að missa af.

Vitið þið hvað er svo verst í heimi?

Að sitja fastur í bíl sem keyrir hring eftir hring þarna fyrir utan, á meðan þú sérð einhverju dömu koma spígsporandi út – haldandi á ÖLLU sem að þér langaði í.  ALLT sem þér VANTAÐI *hóst* 😉

En þið skuluð sko ekki halda að baráttunni sé lokið þegar að stæði er náð, óóóneiiii.

Þá fyrst fer allt af stað.  Þú stekkur inn, og skimar hillurnar í snarhasti.  Þú verður að finna það (hvað svo sem það er í hvert skiptið).

Síðan ertu að skoða í hillunum með öllum kertastjökunum þegar þú heyrir skrítið hljóð!

Einhvern skarkala.  Kerra kemur keyrandi og á henni klingir saman glerinu.

Allir á sléttunni í búðinni rísa á fætur og skima, eins og sléttuhundar.  Hvað skildi þetta eiginlega vera?

Jújú, þetta er ferskur vagn fullur af nýju góssi.

Allir sem einn stökkva yfir hræið vagninn og hrifsa til sín það góss sem þeir vilja ná.

Í gær var ég að gægjast á skál sem ég sá og varð næstum fyrir svakalegum á plömmer á manni sem stökk fyrir framan mig – herre gud.  Þetta er ekki þess virði – hérna, taktu skálina.

Ég hrökklast  út.  Allslaus.  Næstum plömmer-uð.  En á lífi 🙂

****
En áður en ég bugaðist, þá tók ég myndir:

Fyrst af öllu – þessi hérna ❤

Mikið fannst mér þessi fallegur og leitaði lengi vel að afsökun fyrir að kaup´ann, en fann ekki…

01-IMG_8545

…hey – alveg eins og minn á náttborðinu mínu…

02-IMG_8546

…há, fögur og á hælum – hver stenst svona?
Húrra, ég gerði það í gær…

03-IMG_8547

…Tekk unnendur athugið – ást við fyrstu sýn í betri stofunni…

04-IMG_8548

…nei sko, prentara/setjara hilla – ekki gömul, en skolli sæt…

05-IMG_8549

…risa fuglahús – geri ráð fyrir að þér sé fyrir storka – þannig að ef þið eruð með svoleiðis í garðinum þá er hægt að redda þeim einbýli…

06-IMG_8550

…þessi var óttalega krúttaralegur – eins og hann var eða að fá meikóver…

07-IMG_8551

…mmmmmmmm – næs…

08-IMG_8552

…nei sko, það vantar bara Snoopy ofan á húsið…

09-IMG_8553

…tveir svona voru til – og alveg dásamlega fallegir…

10-IMG_8554

…þessi var dulítið skemmtilegur – sá hann eiginleg fyrir mér í strákaherbergi og að rúlla Andrés-blöðum eða þess háttar inn í…

11-IMG_8556

…svoldið spennó…

12-IMG_8557

…vantaði ást og kallaði á mig – skilin eftir greyjið…

13-IMG_8558

…alls konar skemmtilegt…

14-IMG_8559

…þessi fannst mér sérlega fagur, held að það sé lappirnar sem valda því, og skrautlistar framan á skápana yrðu dásemd…

15-IMG_8560

…snilld fyrir þá sem pláss hafa og endalaust hægt að spreyja, mála, veggfóðra eða skreyta…

16-IMG_8561

…þetta er svona Míru-skrifborð, og bara æpir á að vera t.d. sagað í tvennt og búin til tvö löng og mjó gangaborð…

17-IMG_8562

…þessi innskotsborð eru falleg – sé t.d. fyrir mér marmarafilmu á glerinu…

18-IMG_8563

…gömul hurð sem er búið að breyta í krítartöflu…

19-IMG_8564

…alls konar álbakka, sem er flottir á veggi í eldhús…

20-IMG_8565

…þessir voru fölbleikir og fagrir…

21-IMG_8566

…krukkur má sko alltaf nýta – og skreyta…

22-IMG_8567

…þessi spegill!

Skil ekkert í að hann er búin að vera þarna í marga daga.  Sé fyrir mér að mála rammann svartann með kalkmálningu, fara yfir með smá sandpappír svo að silfrið komi í gegn og jafnvel setja lista á milli litlu speglanna…

24-IMG_8569

…krútt!

25-IMG_8570

…svo sætur að mála – eða bara hafa retró og þreyttan…

26-IMG_8571

…koparplatti – eða spreyja?

Þitt er valið…

28-IMG_8573

…alls konar myndir – hvað langar þig í?

30-IMG_8575

…þessar dömur voru í það minnsta iðnar og duglegar…

31-IMG_8576

…skálin sem ég varð næstum fyrir rassi útaf.  Flottur bakkinn undir henni…

32-IMG_8577

…eitthvað tréæði í gangi – töff í eldhúsið…

33-IMG_8578

…og að lokuð þessi!

Lokið var úr alvöru gleri og hann bara bað um að vera settur á hæla (eins og hér – smella).

Vona að þið eigið góðan dag, og vonandi sé ég einhverja í kvöld í Kringlunni.

Þar er miðnæturopnun og 25% afsláttur af öllum vörum í A4, ég verð á svæðinu frá 18-22 og ætla jafnvel að DIY-jast eitthvað 🙂

34-IMG_8579

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Innlit í Góða Hirðinn…

 1. Margrét Helga
  22.04.2015 at 08:24

  HAHAHAHA! Frábær póstur hjá þér….liggur við að maður heyri í David Attenborough þegar maður les hann 😀 En já…greinilega margt fallegt í gangi í þeim góða…svona fyrir utan plömmerana 😉

  Takk fyrir snilldarpóst 😀

 2. Hrefna Björg Tryggvadóttir
  22.04.2015 at 08:31

  Hahahaha þú ert svo mikill snilli! Svona líður mér líka þegar ég fer í góða 🙂

 3. Brynja
  23.04.2015 at 14:49

  Geri rad fyrir ad thetta sert thu a myndinni thegar thu varst ad mynda spegilinn kruttid mitt…..Alltaf i stael og hael…..tho ad thu sert bara ad fara i Goda….

Leave a Reply

Your email address will not be published.