Stjakapælingar – frh!

…loksins koma inn myndir 🙂  Ef þið munið eftir þessum pósti, þá var ég mikið að pæla í hvaða lit ég ætti að spreyja gyllta stjakann minn. 
Að lokum þá var það svartur sem varð fyrir valinu, eða ekki alveg svartur heldur svona gun metal grár.  Í það minnsta er ég sátt við litinn, ekki alveg eins goth og alveg svartur. 
Hér sést liturinn nokkurn veginn réttur:
..og hér er stjakinn í heild sinni 🙂
…og svona meira í samhengi við umhverfið
…ég ákvað líka að henda bókum inni í kassana
….þannig að nú er veggurinn svona
Fyrir og eftir 🙂
Sátt við mig?

11 comments for “Stjakapælingar – frh!

  1. Anonymous
    16.03.2011 at 11:27

    Rosalega flott hjá þér. Má ég spurja hvaða sprey þú notaðir og hvort þú hefðir forunnið hann eitthvað áður? Ég prufaði að kaupa mér hvítt sprey um daginn og það kom ekki eins vel út;)

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    16.03.2011 at 11:53

    Þetta er mjög flott, nú verð ég bara að drífa í að sprauta minn.
    Kveðja Guðrún H.

  3. Anonymous
    16.03.2011 at 12:35

    geggjaður….ef ég fengi að hafa svona mörg kerti þá væri himnaríki á mínu heimili 🙂
    hvar keyptiru hvítu kassana ?
    kv.Margrét

  4. Anonymous
    16.03.2011 at 13:46

    flottur 🙂 ég er samt hissa að hann sé ekki gulur 😉

    kv. Bryndís

  5. 16.03.2011 at 17:57

    Þetta er rosa flott, kemur mjög vel út 🙂

    Ein “nýbúinaðuppgötvabloggiðþittogfinnstþaðæðislegt” 🙂

  6. Anonymous
    16.03.2011 at 22:18

    Ógó flott hjá þér að vanda 😉

    kv. Helena

  7. Anonymous
    16.03.2011 at 22:53

    Held þú hafir valið rétt að hafa hann svartan, hann er rosa flottur svona.
    Kv. Auður.

  8. 17.03.2011 at 13:16

    Hvítu kassarnir eru úr Sösterne Greenes 🙂 í Smára!

    Takk allar fyrir kommentin!

    *knúsar

  9. Sólrún H Jónsdóttir
    28.11.2013 at 20:43

    Þú ert svo mikill snillingur, allt svo flott og skemmtilegt hjá þér 🙂

  10. Elin Birna
    12.05.2015 at 21:45

    Sæl hefur þú einhverja hugmynd um hvaða sprey þú notaðir á stjakann ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.05.2015 at 22:07

      Því miður var þetta bara gamall brúsi sem ég fékk hjá pabba mínum. Mæli með Montana spreyjinu frá Slippfélaginu 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *