Svo vill nú til…

…að í seinasta mánuði þá varð hann pabbi minn 80 ára.

Ég er sem sé yngsta barn foreldra minna, örverpið litla.  Þrátt fyrir að ég sé yngst, og að pabbi hafi verið orðinn 71 árs þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn (og mamma aðeins yngri) þá hefur hann alltaf verið í því að leika við börnin mín.  Sem mér finnst alveg dásamlegt.  Hann kom í heimsókn og sú stutta spurði alltaf: “afi, ertu í liggjibuxum?” því að hann varð að geta legið á gólfinu með henni og leikið með dvergana 7 og allt hitt litla dótið.

07-2009-03-21-220018

…þess vegna hefur líka alltaf verið mikil vinátta á milli þessa tveggja ❤

03-2010-12-26-220836

…við erum sko þrjár systur, og einn bróðir, og hvor systir á tvær dætur.  Síðan eignaðist bróðir minn dóttur og ég mína dóttur.  Drengir voru bara ekki að láta sjá sig inn í þetta kvennafans!

Pabbi var nú lítið verið að kvarta yfir því, enda bara ánægður með allar stelpurnar sínar…

02-2009-12-25-001311

…en svo varð úr að ég varð ófrísk og eignaðist litla manninn 2010.  Það kom því ekki annað til greina en að láta skíra hann í höfuðið á pabba.  Við reyndum að halda þessu leyndu, þrátt fyrir að flesta grunaði í hvað stefndi, og töluðum við séra Jónu Hrönn og sögðum henni að við ætluðum að fá pabba til þess að halda á drengnum undir skírn, en hann vissi ekkert af því.  Presturinn var alveg guðhrædd (viðeigandi!) og hafði miklar áhyggjur að við værum að fara svona með 76 ára manninn – að koma honum svona á óvart.

05-2010-08-22-144609

…en hann varð alsæll með litla/stóra nafnann sinn og allt fór vel…

06-2010-08-22-144618

…og þessir tveir eru sko afskaplega góðir vinir og ánægðir hvor með annann…

10-2012-07-29-165606

…og bralla ýmislegt saman…

12-2012-07-27-212019

…enda er það eitt af því sem ég er þakklátust fyrir, sú staðreynd að báðar ömmurnar og afarnir hjá börnunum mínum eru svo góð við þau og gefa þeim ríkulega af tíma sínum.  Þessi tvö eru núna t.d. búin að gista hjá ömmu og afa tvær helgar í röð, ekki af því að við sóttumst eftir pössun – heldur bara af því að þeim langaði það og báðu um að mega koma – ómetanlegt!

04-2012-07-27-212942

…þessi verður að koma með awwwww ❤

11-2012-07-27-211747

…en pabbi átti sem sé afmæli og mamma mín, verandi alltaf jafn hógvær og róleg 😉 – ákvað að henda í tvær þrjár sortir – og endilega athugið að við vorum kannski um 10-15 manns sem vorum á staðnum…

13-2015-03-26-172317

…og litli gaur þarf alltaf að trodda sér með á myndir (enda mjög svo 4ra ára)…

14-2015-03-26-172346

…og þau gáfu nú afa eitt RISAegg í tilefni dagsins, sem var svo hægt að hjálpa honum með…

15-2015-03-26-190648

…verst að geta ekki boðið ykkur smakk!

37-2015-03-26-172354

…nokkrum dögum síðar fórum við síðan öll út að borða, aðeins út úr bænum, og þegar við vorum búin að borða þá var svo dásamleg birtan í fjörunni að við stóðumst ekki mátið…

17-2015-03-29-192053

…og ég smellti þessari hérna mynd af pabba.

16-2015-03-29-192019

Þetta er dæmigert fyrir hann – stoppa, horfa og taka inn alla fegurðina sem í kringum hann er.

Ég efa það ekkert að hann hefur haft djúpstæð áhrif á mig og hvernig ég horfi á allt umhverfi mitt, sér í lagi landið okkar…

23-2015-03-29-192145

…enda er það ekki nema sjálfsagt að vera þakklátur með þetta útsýni fyrir augum…

22-2015-03-29-193709

…svo ekki sé minnst á þetta hérna ❤❤

21-2015-03-29-193008

…fyrst að þetta er líka svona pabba-póstur þá langar mig að monta mig aðeins meira af honum.

Í kringum 1980, eða þegar að ég var 4ra ára þá byrjaði hann að mála myndir.  Ég man sko eftir að versla einu sinni af honum fyrstu myndina, sem hann var ekki ánægður með en ég vildi sko ekki láta, á tvo bláa (20kr).

01-2015-02-10-160120

Enn í dag er hann að mála á hverjum degi, syndir á hverjum degi og syngur með 2-4 kórum (eftir því sem við á).  Málverkin sem að ég á eftir hann eru með því fallegra sem við eigum af innanstokksmunum og ég fer ekki ofan af því að falleg málverk, þau geta sko gert hús að heimilum og breytt stóru í umhverfi sínu…

1-2014-08-15-165027

…pabbi opnaði einmitt afmælissýningu núna í Domus Medica (hér er facebook-síðan hans) og ég varð bara að sýna ykkur mínar uppáhaldsmyndir af þessari sýningu…

24-2015-04-15-134258

…en þær mjög fjölbreyttar hjá honum…

25-2015-04-15-134312

…og alveg endalaust fallegar…

26-2015-04-15-134359

…uppáhalds jökullinn minn…

29-2015-04-15-134524

…og þessar finnst mér alltaf geggjaðar…

30-2015-04-15-134544

…mæli með því að þið kíkjið við ef þið hafið tök á því 🙂

35-2015-04-15-135048

…ég með Gæjana mína og knús til ykkar inn í daginn ❤

08-2011-12-31-235245

Innilega til hamingju með daginn þinn elsku pabbi, takk fyrir að vera þú, að vera sundkall, skíðakall og alltaf minnstur, fyrir að vera afi sem gefur sér alltaf tíma til að leika, fyrir að enda hvert símtal á “ég elska þig”, fyrir að kenna mér að meta föðurland og náttúrufegurð, fyrir yrkja ljóð og vísur, og fyrir að mála fallegustu myndirnar.

Ég elska þig pabbi minn ❤

1-2015-03-29-192227

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

9 comments for “Svo vill nú til…

  1. Berglind Ásgeirsd
    20.04.2015 at 08:18

    Krútt hann pabbi þinn, til hamingju með hann.
    ég átti einmitt leið um dómus um daginn og stoppaði við þessar fallegu myndir.
    Virkilega flott hjá honum.
    Einnig sýnist mér á ljósinu heima hjá mömmu þinni að þú hafir ekki langt að sækja skreytingargenin. 😉 og hógværðina í afmælishaldi. hoho

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.04.2015 at 13:20

      Haha….reyndar var það ég sem skreytti ljósið hennar mömmu eftir mínu. En mamma er sko aðal skreytidúllan 😉

  2. Halldóra
    20.04.2015 at 08:28

    Yndisleg lesning 🙂

  3. 20.04.2015 at 08:28

    Fallegur póstur hjá þér og til hamingju með pabba 🙂

  4. Kolbrún
    20.04.2015 at 08:44

    Til lukku með pabba hann er greinilega yndislegur og góður við barnabörnin sín og það ber sko að meta.

  5. Sigrún
    20.04.2015 at 09:18

    Þetta heitir ekki að vera væmin heldur stolt og þakklát

  6. Margrét Helga
    20.04.2015 at 09:44

    Þú mátt sko vera stolt af honum pápa þínum. Greinilega yndislegur pabbi og afi og óendanlega hæfileikaríkur eins og a.m.k. ein dóttir hans (þekki ekki hinar og ekki soninn 😉 ). Takk fyrir fallegan póst 🙂

    Knús í hús!

  7. 20.04.2015 at 16:42

    Til Hamingju med flotta Pabba thinn Soffia!

  8. HULDA
    21.04.2015 at 08:41

    Hamingjuóskir með pabba þinn Soffía ….flottur töffari …og fallegur og skemmtilegur póstur eins og alltaf hjá þér 🙂

Leave a Reply to Kolbrún Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *