A4 áskorun 2015…

…og ég starta þessu hér með 🙂

01-page

A4 hannyrðir og föndur (sjá hér), skoraði á nokkrar bloggara að koma og skoða þetta mikla úrval sem er í verslunum þeirra, síðan máttum við velja okkur efni til þess að vinna úr.  Alveg sama hvort um væri að ræða málningu eða garn eða bara hvað sem blés okkur andann í brjóst.

Með í þessari áskorun eru 10 önnur frábær íslensk blogg, og ég hlakka ekkert smá til þess að sjá hvað kemur út úr þessu öllu saman!

Hér eru hin bloggin og ég hvet ykkur til þess að fylgjast með þessu frá byrjun til enda:

Rósir og rjómi
Heima
Fífur & Fiður
mAs
Blúndur og blóm
Svo margt fallegt
Heimilisfrúin
Manicure lover
Frú Galin
Deco Chick

Síðan er náttúrulega bara málið að smella like á A4 – hannyrði og föndur, á Facebook og þá fáið þið þetta allt saman beint í æð 🙂

1-Starred Photos62

Allt hófst með því að ég fór á stúfana til þess að finna mér eitthvað sniðugt að DIY-a í drasl, ef svo má að orði komast.

Eins og svo oft áður þá sá Góði Hirðirinn um sína, og eins og fyrir tilviljun, þá opnuðust himnarnir og englakór hóf upp raust sína og sólargeislar léku um lítið og einmanna dúkkurúm sem stóð þarna aleitt og óáreitt 🙂  Come to mama!

IMG_8240

…svoleiðis ágætis gripur…

IMG_8241

…sem bað alveg hreint um að fá smá ást og umönnun…

IMG_8242

…siðan fór ég í A4 og skoðaði, og skoðaði og skoðaði, enda alveg ótrúlega margir möguleikar, og svo sá ég þetta og leit minni var lokið – hvort sem mér líkaði eða ei!

Alls konar skemmtilegir resin skrautlistar og fínheit – húrra…

IMG_8237

…og hvað svo??

Vintage mött málning – í fölbleiku og dökkgráu.  Resin listar og geggjuð A3 þykkblöð fengu að koma memm líka…

15-2015-04-16-151723

…ég átti fyrir þetta lím – eða öllu heldur bóndinn…

16-2015-04-16-151733

…og svo notaði ég auðvitað pensil og skæri…

17-2015-04-16-151743

…síðan gluðaði ég bara helling af lími á listann, því þeir eru mjög léttir og þægilegir í notkun..

IMG_8246

…listarnir voru síðan límdir á blessað rúmið…

IMG_8243

…og ég er svo fansí að ég nota gömlu vintage lóðin hans afa til þess að halda þeim niðri á meðan límið var að þorna…

IMG_8244

…og svo bara máli mál…

IMG_8247

…ég setti skrautlista-slaufu á sitt hvorn endann og eina stærri framan á.  Eins og svo oft áður, þá heilmálaði ég rúmið bleikt, og svo fór ég bara yfir með grárri málningu þar sem ég vildi fá smá svona eins og “eldri málning” væri að skína í gegn.  Þetta er leið sem er hægt að nota til þess að þurfa ekki að mála fyrst með grárri málningu.  Þá bara ferðu yfir með gráu á sömu stöðum um þú myndir venjulega fara með sandpappír til þess að fá “slit”…

01-2015-04-16-144827

…hér sjáið þið síðan A3 pappírinn sem ég fékk í A4 (haha :D)…

02-2015-04-16-144839

…en það er hægt að snúa honum við og þá er hann einlitur…

04-2015-04-16-144851

…það sniðuga var að hann smellpassaði ofan í, á lengdina en þurfti að taka smá af breiddinni…

05-2015-04-16-144905

…einfalt verk og þá smellpassaði hann ofan í…

06-2015-04-16-145207

…skemmtileg leið til þess að fá fallegan botn í rúmið…

07-2015-04-16-145211

…og svona leit þetta út í lokin!

Ég sé þetta nú alveg fyrir mér heima hjá einhverri ömmunni og afanum til þess að geyma góssið fyrir krílin.  Finnst þetta líka ótrúlega skemmtileg bókageymsla…

08-2015-04-16-145433

…ákvað því að stilla þessu þannig upp fyrir ykkur!

10-2015-04-16-145544

…en hins vegar er enginn efi á því í mínum huga að það er skrautlistinn sem gerir hlutinn í þessu tilfelli.  Þetta virkar allt í einu eins og þetta sé bara antík mubla með langa sögu  🙂

11-2015-04-16-145554

…passlega slitin og falleg á litin  ❤

13-2015-04-16-145626

Nú bíð ég bara spennt eftir að sjá hvað hinar gera – held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt!

Takk fyrir þessa skemmtilegu ákorun A4 – og allir að smella einu like-i á A4 með því að smella hérna!

14-2015-04-16-145638

Góða helgi elsku dúllurnar og ekki vera hrædd við að smella like ef þið höfðuð gaman af þessari færslu!

9 comments for “A4 áskorun 2015…

  1. 17.04.2015 at 20:48

    Ótrúlega krúttað og alveg sammála með listana, þeir setja alveg punktinn yfir i-ið 🙂

  2. Kolbrún Rósum og rjóma
    17.04.2015 at 22:15

    vá, en fráááábær hugmynd, kemur mjög vel út 🙂

  3. 17.04.2015 at 23:01

    Dýrð og dásemd! Nú þarf ég bara að sannfæra þig um að ég veeerði að eignast þetta 😉 Góð byrjun og hlakka ó svo til að sjá meira!

  4. 18.04.2015 at 07:50

    Mikið er þetta fallegt hjá þér.

  5. hulda
    18.04.2015 at 11:48

    Bara fallegt og listinn ….gerir einmitt rosa mikið 🙂

    Kkv.
    Hulda

  6. Anonymous
    19.04.2015 at 15:47

    ….algjör snilld, þú ert alveg með auga fyrir að spotta hluti og breyti/skreyta (“,)

  7. Margrét Helga
    20.04.2015 at 09:47

    Vá!! Geggjuð útkoma hjá þér 😀 Botninn í rúminu fyrir breytingu, var þetta svona panell? Held að það sé eins efni á veggjunum á ganginum hérna heima hjá mér. Dauðlangar til að rífa hann af og lýsa upp ganginn en það bíður betri tíma! 😉

    Hrikalega flott hjá þér mín kæra 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.04.2015 at 13:19

      Awww takk – já þetta var einhver panelafgangur sem hefur verið notaður. Pappinn er það stífur að ég setti hann bara ofan á panelinn 🙂

  8. 25.04.2015 at 14:48

    Fá hvað þetta er fallegt hjá þér Dossa mín þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn

Leave a Reply to Jóhanna - Frú Galin Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *