Draumar og blúndað…

…er það ekki örugglega sagnorð?  Að blúnda sig upp?

Ég er nebbilega komin í vorham, þarf sem sé að fara að breyta örlitið á milli rýma til þess að bjóða nýja árstíð velkomna ❤

Svo er það þannig að þegar ég byrja – þá einhvern vegin leiðir eitt af öðru – alveg óvart – og bara gerist!

17-2015-04-13-140142

Þegar við rugluðum saman reitum, ég og húsbandið, þá átti ég dúnsæng (alin upp við að sofa með svoleiðis) en hann átti svona létta sæng.  Hann varð því fljótur að sjá að það var mikið hlýrra og notalegri undir minni sæng (hohoho – svo mikið af orðagríni og bröndurum sem þetta bíður upp á).  Síðan hefur það alltaf verið að við áttum misgóðar sængur, hann var með einhverja eldri sæng (sem ég man ekki hvaða kom) og ég var með dúnsæng sem var að verða dúnlaus.  Svo fékk húsbandið dúnsæng, sem amma hans hafði fengið sér en fannst of heit, og þá átti hann allt í einu betri sæng en minns!  Hvað er nú það?

En húsbandið, verandi það ljúfmenni sem hann er, ákvað því að gefa mér í jólagjöf dýrðarinnar dúnsæng frá Lín Design (sjá hér). Ég ákvað að vera “dæmigerð eiginkona” og tuða smá og skammast yfir að það væri verið að spreða svona í mig.  Síðan ákvað ég að vera góð eiginkona og steinþegja og þakka fallega og pent fyrir mig og njóta ❤

Mikið var það nú góð hugmynd!

Það var nefnilega eins og að það hefði bara verið komið með dúnmjúkt ský af himnum ofan og það lagt blíðlega yfir mig 🙂

04-2015-04-13-131246

Þar sem að húsbandið fór að heyra stöðugar og miklar sögur mínar af þessu dásemdar skýji sem hann gaf mér í jólagjöf, þá tók hann til sinna ráða.  Því kom að því að stöku sinnum, þegar að ég var að skríða upp í eftir að klára einn bloggpóst eða eitthvað slíkt, að ég lagðist undir einhverja flata og leiðinlega sæng – það var reyndar ekki langt að fara að finna sökudólginn, sem lá með bros leikandi um varirnar steinsofandi undir mínu einkaskýji!

Sveiattan!

Þegar þetta var orðið næstum daglegur, eða kannski kvöldlegur viðburður – að taka eina bændaglímu til þess að reyna að ná skýinu mínu til baka þá ákvað ég að nú þyrfti ég að taka til minna ráða.  Þannig að þegar ég sá að það var Fermingartilboð á sængunum hjá Lín Design, þá fannst mér bara að kjörið að fermingareiginmaður minn fengi bara sitt einkaský – mest þó til þess að ég gæti haldið mínu óáreittu 🙂

02-2015-04-13-122950

Því var skundað í Lín Design, sæng keypt á fermingartilboðifyrirfertuganfermingardreng, oooooog – fyrst ég var þarna þá fór ég að skoða og dáðst að sængurverunum.

Mig dreymir nefnilega um, þið vitið, þessi hvítu, og fersku, brakandi sængurfata-rúm sem að maður sér á Pinterest.

Þegar ég sá hvítu verin, sem voru með “skriferí” á – þá féll ég alveg, og – eins og sagði í byrjun póstsins, þá var ég alveg óvart komin með nýtt á rúmið og farin af stað…

01-2015-04-13-122946

…eins og þið sjáið á þessum myndum – þá keypti ég tvenn sængurver, aukakodda með öðru skriferí á gráu, og einn útsaumaðann sem stendur á “Draumur”.  Þetta kemur líka í þessum fallegu pokum, og ég er mikið að spá hvort að maður geymi pokann og setji verin í þá milli þess sem maður notar þá, eða finna nýjan og spennandi tilgang fyrir þessa fallegu poka…

03-2015-04-13-122951

…þetta eru sem sé koddaverin sem fylgdu með sængunum…

06-2015-04-13-131256

…en ég bætti síðan gráum með, og drauminum sem er í miðjunni.  Staðreyndin er sú að já, við erum með 5 stóra kodda í rúminu + tvo minni = neinei þetta er alls ekkert óhóf 🙂 …

11-2015-04-13-140046

…síðan setti ég nokkra franska og fyllta túlla í vasa á náttborðið mitt – því það er svo fansí og fínt að vera með svona lifandi blóm inni í svefnherbergi…

15-2015-04-13-140122

…þessir voru áður í bandi, sem ég tók af, og ég er mikið hrifnari af þeim svona bandlausum – alveg dásemd…

16-2015-04-13-140138

…og talandi um dásemdir…

18-2015-04-13-140148

…þá er ég nú mjög skotin í þessu – algjör draumur…

21-2015-04-13-140157

…reyndar kom smá babb í bátinn.  Það tóku kannski einhverjar eftir að ég var að spyrja um x-langar sængur inni á grúbbunni.  Ástæðan er sú að blessaður bóndi minn er sko um 195cm, ég er reyndar mjög löng líka 163,5cm, en hann er sem sé dulítið lengri.  Hann hefur ekki, í þau 21 ár sem við höfum verið saman – og sennilegast ekki síðan hann var mikið styttri, getað dregið sængina upp að höku og haft hana yfir tánum á sama tíma.  Nema auðvitað að draga sig saman eins og rækja!

Það er lítið gaman – hef ég heyrt!  Aldrei verið í vandræðum með að finna nógu langa sæng 😉

Ég fór því og skipti í lengri sængina (sjá hér) fyrir elskuna mína og það var bara fyndið.

Ég sagði honum að leggjast og hristi síðan sængina yfir hann þar sem hann lá í rúminu.  Allt í einu sást bara í nefbroddinn og samt sást hvergi í táslur – KRAFTAVERK!! Haha….hann varð ekkert smá glaður – tísti í honum og svo heyrðist: “vá, ég er svo lítill undir sænginni, svona líður þér örugglega alltaf”.

Alltaf verið að gera grín að kvendvergum, mér og Lucy í Dallas.

Bóndinn er því komin með laaaaanga sæng, en reyndar bara í venjulegu veri, sem er alveg dásamlegt því að þá er hún smá svona púffí!  Núna langar mig í langa sæng næst, fínt ef að ég stækka eitthvað…

20-2015-04-13-140154

…nú þegar að sængurævintýrunum lauk, og komið nýtt á rúmið – hvað þá?

23-2015-04-13-140311

…það var verið að selja þetta dásemdar heklaða teppi inni á Skreytum Hús-sölugrúbbunni og þar sem þetta hefur verið á óskalistanum mínum lengi, þá sló ég til í hvelli og festi mér teppið fagra…

24-2015-04-13-140325

…og mér finnst þetta alveg hreint dásamlega fallegt ❤

26-2015-04-13-140343

…elska að vera með svona hvítt og ferskt á rúminu…

28-2015-04-13-140405

…og draga svo bara teppið yfir svona til fóta…

29-2015-04-13-140457

…litapallettan er ekki litskrúðug, það viðurkenni ég – en hins vegar er þarna inni þessi ró og friður sem að ég þrái að hafa í kringum mig…

31-2015-04-13-140541

…sérstaklega er ég hrifin af því að textinn er svona fallegur á verunum – en ekki of áberandi – því að ég hefði ekki viljað hafa hann of dökkan og svo líka textann á rúmgaflinum.  Mér hefði þótt það of mikið…

34-2015-04-13-140624

…hurðin góða, með myndunum af krökkunum stendur enn á sínum stað – pikkföst við vegginn, en sjáið þið hvað hefur breyst?

35-2015-04-13-140628

…það eru komnir svo fallegir skrautlistar í A4 (sjá hér), sem eru úr svona léttu efni og mér fannst listinn alveg gjörbreyta hurðinni og gera hana mikið fínni…

36-2015-04-13-140630

…síðan tók ég bakkann góða, sem ég útbjó (sjá hér), og setti ofan á náttborðið hjá bóndanum.  Kemur bara fínt út…

43-2015-04-13-154037

…smá punterí á mínu náttborði.  Skódellan mín byrjaði snemma, og því er kjörið að vera með eina af fyrstu skónum á náttborðinu – en eitt af nýjustu pörunum sést síðan við fótagaflinn.  Glerkúpullinn er af diskinum sem að fæst í Rúmfó og kostar eithvað um 1000kr, og svo setti ég svona lítið skrappskrauterí á…

37-2015-04-13-140645

…átti ekki glerkúpul sem ég tímdi að setja yfir þessa…

46-2015-04-13-172633

…og þannig er það – milljón myndir og næstum enn fleiri orð um eitt svefnherbergi – og haldið þið að ég sé búin, óneiiiii…

38-2015-04-13-140721

…hér sést seinasti bitinn í púslinu, en þetta er sem sé hekl-gardínu-hengið sem ég sýndi ykkur í Pier-póstinum í gær.  Ég féll alveg fyrir því og varð að taka það með heim og þetta var fyrsti staðurinn sem mér datt í hug…

42-2015-04-13-153943

…sést reyndar ekki vel á þessari mynd, en það er svo létt og sumarlegt eitthvað.  Gardínurnar eru hins vegar flauels úr Ikea – og þær eru snilld.  Við erum að tala um að þegar þær fara fyrir, ásamt myrkvunarrúllugardínunni, þá skellur á niðamyrkur og við fáum nátthelli sem er dimmur og góður 🙂

50-2015-04-13-172831

…dæææææs, þetta teppi…

44-2015-04-13-160925

…og ofan á brakandi ferska skýjinu mínu – double dæææs…

51-2015-04-13-172854

…það er séns að maður sofi aaaaaðeins meira þessa dagana en áður…

52-2015-04-13-172900

…og ég get líka sagt ykkur það – að þetta sængurver er svo mjúkt og kósý – að núna er það bara eins og Jesú komi og breiði skýjið mitt yfir mig, svona rétt fyrir nóttina 😉

53-2015-04-13-172921

…svo kemur kvöldið og rökkva tekur…

58-2015-04-13-212208

…og ró færist yfir…

62-2015-04-13-212349

…alltaf jafn sniðugt að sjá hvernig liturinn á veggnum breytist eftir tíma dags…

61-2015-04-13-212321

…megi draumar þínir rætast…

66-2015-04-13-212542

…og til hamingju, þessi póstur er næstum búinn 🙂

70-2015-04-13-232248

…takk fyrir að nenna að lesa til enda – sorry hvað þetta var langt!

Það er séns á að ég geri stutta sögu langa á góðum dögum, en þetta var sem sé: ný sæng, sængurver, teppi og gardína!

Haha, ég hefði getað slúttað þessu í einni setningu 🙂

Knús inn í daginn – ég er farin aftur í bólið, ég meina – aftur undir skýjið og láta mig dreyma!

68-2015-04-13-212709

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

13 comments for “Draumar og blúndað…

  1. Hulda
    16.04.2015 at 08:17

    Algjör draumur í herbergi hjá þér STÓRA flotta blúnda 🙂 takk fyrir skemmtilegan póst eins og alltaf 🙂
    Kkv.
    Hulda

  2. Margrét Helga
    16.04.2015 at 08:30

    Langar barasta að skríða uppí til þín, þetta er svo kósí 🙂 Er alveg búin að ákveða að mig langar í svona málningu á svefnherbergið mitt…finnst þetta ofboðslega róandi litur. Og líka í rúmföt frá Lín Design… 🙂

    Takk fyrir frábæran, kósí og ofboðslega mjúkan póst <3

  3. Solrun Jörgensdóttir
    16.04.2015 at 08:55

    Æðislegt hjá þér ,svo gaman að skoða takk fyrir

  4. Erla
    16.04.2015 at 09:14

    Alltaf gaman að skoða síðuna þína, svo kósý hjá þér
    Ég á alveg eins teppi, og fékk það hjá sænska kærastanum þínum IKEA fyrir 20-25 árum síðan. Vildi bara segja þér það ef þú vissir ekki að kærastinn hefði átt það fyrir löngu síðan.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.04.2015 at 09:20

      Þessi sænski kærasti, hann fer víða 🙂

  5. Gurrý
    16.04.2015 at 09:28

    Ji….þvílík fegurð!!

    Öfunda ykkur þvílík af nýju skýjunum ykkar, alltaf dreymt um dúnsæng.
    Ég á nokkur ver úr Lín Design og ég hlakka til að sjá þegar þér tekst að brjóta sængurverið saman í pokana sem fylgja verunum hehehe, þú kannski póstar þeirri snilld inn 🙂

  6. 16.04.2015 at 23:23

    Mmmmmm fátt betra en svona góð sængurföt og dásamleg sæng! Æjj hvað ég hlakka nú til að koma hjónaherberginu að í röðinni af herbergjum sem fá athygli… bara 2 herbergi og eitt “færa brjóstabarnið mission” í það 🙂 Sofið rótt!

  7. Kolbrún
    17.04.2015 at 10:39

    O kósý herbergi lít bara í kringum mig á mitt herbergi og ó mæ god minns vill þitt.
    Hef einmitt dreymt um svona heklað teppi lengi en aldrei fundið það en eins og sagt er sumair draumar rætast á endanum svo ég bíð bara lengur.
    Góða helgi

  8. Sæunn
    19.04.2015 at 14:38

    Ég trúi því vel að þið sofið vel þessa dagana. Agalega fallegt herbergi.

  9. anna
    26.08.2015 at 14:58

    Sæl hvað heitir grái liturinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.08.2015 at 16:32

      Færð hann í Slippfélaginu og hann þekkist bara sem SkreytumHús-liturinn 🙂

  10. Anna Ólafsdóttir
    24.02.2017 at 10:03

    Mæli með extra-löngum sangurverum frá Höye sem fást í Rúmfó, dásamleg, sagan um skýið gæti verið úr mínu herbergi en nú erum við hjónin stutt og langur bæði með nýjar extra langar dúnsængur og öll bændaglíma úr sögunni 😄 takk fyrir dásamlegar myndir á þessum fína föstudegi 😉

  11. Helena
    24.02.2017 at 19:02

    Dásamlegt !! 😊❤ mig langar svo að forvitnast hvaðan fallegu náttborðslamparnir ykkar eru?..

Leave a Reply to Þórlaug Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *