Liz…

…þegar ég var barn þá man ég eftir að horfa á söngvamyndir og gamlar bíómyndir í sjónvarpinu.  Ég man líka að flest allir, ef ekki allir, fjölskyldumeðlimir fóru þá frá sjónvarpinu stynjandi og ég sat ein eftir 🙂  Ég man eftir að horfa á Óskarinn og mér fannst þetta allt æði.  Gamlar bíómyndir, söngvamyndir, leikarar og drama – mínar ær og kýr!
Þegar að ég varð unglingur þá skreytti ég herbergið mitt með gömlum leikaramyndum.  Með þessum gyðjum sem voru svo fallegar og herrarnir sem voru ekki síðri.  Marilyn Monroe, Vivien Leigh, Audrey Hepburn, Judy Garland, Cary Grant, Montgomery Clift og auðvitað Elizabeth Taylor. 
Ástæða þessarar upptalningar er sem sé lát Elizabeth Taylor í gær. 
Hún var 79 ára þegar að hún dó.
Ein af seinustu stjörnunum sem voru “aldar” upp hjá MGM kvikmyndaverinu og undir verndarvæng Louis B. Meyer.  Lék í fjölda kvikmynda, og fékk meðal annars Óskarsverðlaunin tvisvar sinnum, en einkalíf hennar var þó alltaf mjög umtalað.
Hún giftist 8 sinnum, átti sín 4 börn, 10 barnabörn og eitthvað af barnabarnabörnum. 
Hún þurfti að þola ofbeldi í fyrsta hjónabandinu, átti elskaðann eiginmann sem dó,
, hún kvæntist manni bestu vinkonu sinnar,
ástin hennar (sem hún giftist tvisvar sinnum) dó líka
   Missti besta vin sinn í bílsslysi og hélt honum í faðmi sér þegar hann dó,
og var í raun og veru ein umtalaðasta kona veraldar í mörg ár, af góðu og illu.
Ein fallegasta kona sem til hefur verið.
Sorglegt að sjá þessar gömlu stjörnur hverfa af sjónarsviðinu eina af annari, endalok ákveðins tímabil.  Stjörnur sem voru glamúr í gegn þrátt fyrir að lifa sápuóperulífi. 
Alvöru kvikmyndastjörnur.
Elizabeth Taylor
1932-2011

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published.