Framhalds vaxtarverkir…

…eða í það minnsta nánari útskýring á þessum pósti 🙂
Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sátt við vegginn svona, og breytti honum um leið,
…þá var ég búin að útbúa rammana og förum aðeins nánar í þá.
Uglumyndin er sú sama og var áður í herberginu, ég bara færði hana í annan ramma.
Þetta er bara klippimynd sem að ég bjó sjálf til, notaði skrapppappírinn góða og klippti þetta til fríhendis, enda ekki flókin mynd 😉

Síðan var það skrímslið góða.  Innblásturinn var gjafapappír sem fékkst í Söstrene Grenes.  Ég valdi það skrímsl sem að mér þótti sætast og ekki var verra að hann var rauður eins og ramminn, og mig langaði í meiri rauðann lit inní herbergið..
..þannig að ég tók bara A4 blað og braut það saman í miðjunni.  Síðan teiknaði ég útlínur af hálfu skrímsli að brotinu og fékk þannig “jafnt skrímsli” 🙂
Augun fást líka í Söstrene.

…í bláa rammanum er einfaldlega bara sætur skrapppappír!

…aftur skrapppappír, ásamt stöfum sem fengust í Europris og litli bambinn er kort sem að litli maðurinn fékk á pakka þegar hann fæddist.  Endilega nýta þessi fallegu kort sem að flæða inn á heimilin og nota þau sem “list”!

Rammarnir eru allir úr Ikea.

11 comments for “Framhalds vaxtarverkir…

  1. 29.03.2011 at 11:13

    Sniðug ertu;)
    Þetta er kanski allt voða einfalt og allir ættu að geta það, en hæfileikinn er að opna hugmyndaflugið og láta sér detta þetta í hug.
    big like.

  2. Anonymous
    29.03.2011 at 13:00

    Oh svo sætt. Nauðsynlegt að hafa eitt góðlegt skrímsli með, luve it 😉
    Kv. Auður.

  3. Anonymous
    30.03.2011 at 02:18

    Rosalega flottur pappír, var hann nokkuð dýr?

  4. 30.03.2011 at 21:23

    þú ert snillingur systir góð !

  5. 30.03.2011 at 23:00

    Takk, takk, takk og takk 🙂

    Þið eruð æðislegar allar!

    Pappírinn var billegur, undir 200kr rúllan.

    *knús

  6. Anonymous
    31.03.2011 at 20:40

    Sæl,
    Datt í hug að sýna þér þetta. Hilla sem búið er að skreyta. Finnst þetta frekar flott.
    http://www.facebook.com/home.php#!/photo.php?fbid=10150143983261101&set=a.10150143980766101.330457.48468446100&theater

    kv. Gulla sem þú þekkir ekki neitt 🙂

  7. Kolbrún Bylgja Brá
    05.04.2011 at 19:01

    Bara frábærlega cool,þessi verk,skrímsli og lita gleði færir manni gleði líka.
    Takk að þú gefir manni af þér svona fallega sköpun….)

  8. Anonymous
    07.04.2011 at 20:57

    Dásamlegt! ÓTrúlega flott. En mig langar að vita, hvar fæst svona mjúkur Viddi?

    kær kveðja, mamma bósa og vidda sjúka drengsins

  9. 11.04.2011 at 09:37

    Hæhæ,
    mjúkur Bósi og Viddi eru úr Disneybúðinni í Kanada 😉 Fást í öllum Disneybúðum held ég!

    kv.

  10. Anonymous
    18.04.2011 at 17:08

    Rosa flott og sniðug hugmynd en hvar fékkstu tréið sem er á veggnum?

    kv,
    Sigrún Skúlad.

  11. 18.04.2011 at 21:28

    Sæl Sigrún,

    Tréð er vegglímmiði og fékkst í Target í USA, hann er til núna hjá Amazon, skal henda inn link á forsíðuna á morgun 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *