Hugarró og kyrrð…

…en það eru svona hughrifin sem að ég vill í kringum mig…

01-2015-04-10-203211

…og það er einmitt það sem að kertaljós og blóm gera fyrir mig…

05-2015-04-10-203310

…það verður einhver einstök ró sem myndast…

04-2015-04-10-203251

…stundum eru meira að segja kertin að segja þér að róa þig 😉

06-2015-04-10-203336

…kippti einmitt með mér þessum löber í Rúmfó þarna um daginn…

08-2015-04-10-203423

…er svo hrifin af svona hvítu og gráu, og auðvitað röndum, það er eitthvað svo hreint við það…

07-2015-04-10-203403

…hér eru þeir svo í dagsbirtu næsta dag, þessir dásemdar fylltu túlípanar!

Það fyndna er síðan, að ég fattaði að allt á þessum bakka kemur úr Rúmfó – vel gert RL 🙂

14-2015-04-11-192515

…komin yfir á eyjuna og þar er allt í hlutlausum litum líka – enda er það hluti af því sem færir mér kyrrð og ró, eins og ég ræddi um í byrjun…

12-2015-04-11-192451

…og eins og mér verður oft tíðrætt um, þá er fátt fallegra en blessuð blómin…

19-2015-04-11-192625

…og þau gefa svo fallegan lit inn í eldhúsið – með þessum blágræna sem mér þykir svo fallegur…

17-2015-04-11-192601

…sko bleikur og blágrænn…

24-2015-04-11-195612

…og eins og svo oft áður, þá finnst mér svo fallegt að setja afskorin blóm í könnur…

16-2015-04-11-192541

…eins og sést – þá er líka eins gott að eiga nóg af könnum.  Húrra, alltaf hægt að finna afsakanir fyrir kaupblæti á könnum…

23-2015-04-11-195607

…litlar sætar grúbbur…

22-2015-04-11-195555

…öll þessi blóm sem þið sjáið í póstinum koma úr tveimur túlípanavöndum, en það er um að gera að skipta þeim svona upp og dreifa á milli vasa kanna…

23-2015-04-11-195607
…einn daginn vaknaði ég fyrir allar aldir og morgunsólinn skein svona fallega inn um gluggann…

27-2015-04-12-063623

…og vafði gullnum geislum sínum utan um allt í eldhúsinu…

26-2015-04-12-063558

…og seinna sama dag – höfðu greyjið túllarnir fengið algjört taugaáfall og fallið saman…

29-2015-04-12-112636

…en þá skar ég bara nokkra sentimetra neðan af þeim og gaf þeim vel að drekka (setti líka klaka í vatnið) og setti þá við opinn gluggann…

25-2015-04-11-195615

…og allt fer vel sem endar vel.  Þeir jöfnuðu sig alveg á þessu, þessar elskur – og stóðu keikir í rúma 8 daga…

09-2015-04-11-184600

…og voru svona fallegir til síðasta dags ❤

Annars langaði mig bara að þakka ykkir fyrir yndisleg viðbrögð við pósti gærdagsins.  Ég er alltaf hrædd um að ykkur “leiðist” þegar ég verð of persónuleg, og það er svo gott að finna svona fyrir stuðningi ykkar og kærleika!

Vona að þið eigið yndislegan dag!

28-2015-04-12-112610

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Hugarró og kyrrð…

 1. Kolbrún
  21.04.2015 at 08:37

  Vorlegt og sætt maður lærir ekki bara að dekkoreita á síðunni þinni heldur líka allt um blóm, ég hef bara hent aumingja blómunum þegar þau hafa farið svona en nú veit ég betur takk fyrir það og allt annað sem þú leyfir okkur að njóta
  Hafðu góð’an vor (haust dag)

 2. Margrét Helga
  21.04.2015 at 13:55

  Mmmmmmmm….yndislegur póstur 🙂 Rólegheitin í honum skila sér alveg í gegnum tölvuskjáinn 🙂

  Knús í hús!

Leave a Reply

Your email address will not be published.