Svo er nú það…

…að liðnar eru 7 vikur en ég sakna hans samt ennþá svo afskaplega mikið.

1-2013-11-05-100243

Ég er ennþá ósjálfrátt að leita að honum í kringum mig, enn fæ ég tilfinninguna að hann eigi að vera hérna hjá okkur, ennþá myndi ég svo gjarna vilja fá að strjúka hendinni einu sinni enn yfir stóra hausinn hans og grúfa andlitið í hálsakotið.

10-2014-09-11-131805

Hver fjölskyldumeðlimur tekur þessu á sinn hátt.  Litli maðurinn er stundum að vakna á nóttunni og kemur til okkar og kvartar yfir hversu sárt hann saknar. Hann hefur alltaf sagt við okkur að hann elski okkur til tunglsins, og alla leið til baka.  En hann breytti því sjálfur núna.  Hann elskar okkur til Raffa, og alla leið til baka ❤

14-2014-04-15-185107

 Daman segir minna, enda er hún meira fyrir að halda hlutunum fyrir sig og er alltaf að passa okkur, elskan mín.

07-2013-09-07-190549

Við stóra fólkið tökum þessu sennilegast hvað verst, enda var hann svo ótrúlega stór hluti af okkar tilveru.  Hann var í raun fyrsta púslið sem bjó til famelíuna okkar.

02-dvd síða 5

01-Bumba3

Um daginn var bankað hjá okkur, og yndisleg kona af dýraspítalanum kom með öskuna hans til okkar.  Eftir að ég tók við öskunni og lokaði hurðinni, þá bara seig ég niður á gólf og grét endalaust með öskuna í fanginu.  Endalok eru alltaf svo skrítin og maður er aldrei undir þau búin.

06-2013-07-27-144412

Stomurinn okkar tók þessu “vel” til að byrja með.  Við héldum líka að hann væri svo mikill trúður að hann myndi kannski ekkert fatta.  En það er greinilegt að þetta tók bara lengri tíma fyrir hann að “skilja” að hann væri orðinn eini hundurinn á heimilinu.  Núna erum við að kljást við að hann vill varla borða.  Snertir eiginlega ekkert matinn sinn, þrátt fyrir að við erum búin að prufa nýjar tegundir.

12-2015-02-23-152314

 Þannig að það var farið í að fjárfesta í svona “gleðiól” hjá dýraspítalanum.  Hún gefur frá sér lykt sem að á að auka á gleði- og öryggistilfinningu hunda.  Ef þetta virkar, þá kaupi ég kannski bara svo á mig og eiginmanninn og kanna hvort að við hressumst við þetta líka.

2-Family1

Ég veit að tíminn var kominn, ég veit að þetta var það eina sem hægt var að gera, ég veit að honum líður betur núna.

04-2009-06-17-190804

Ég vildi bara óska að ég saknaði hans ekki svona sárt  ❤

1-2015-02-16-224605


Elsku Raffinn minn ❤

03-2010-04-22-205300 https://www.youtube.com/watch?v=yFrvMmlhups

11 comments for “Svo er nú það…

  1. Anna Sigga
    10.04.2015 at 08:14

    úff úff… knús á þig mín kæra skil alveg hvað þú/þið ert að ganga í gegnum. Sit hérna með tárin í augnum… við þurftum líka að skilja við okkar vin hann Mola en hann var orðinn gamall en hafði samt verið hjá okkur bara í tæp 3 ár … en það er sama hann hreiðraði um sig í hjarta mans eins og rót….

    Gangi ykkur vel með Storminn vonandi kemst hann yfir þetta lika karlanginn…

  2. Berglind Á
    10.04.2015 at 08:16

    Virkilega fallegur póstur hjá þér. Það læddust nokkur samúðartár fram við að lesa þetta. Stundum er það ekki þannig að tíminn lækni nein sár, þau jú gróa en maður lærir svo bara að lifa með þeim. Knús í hús.

  3. Guðný
    10.04.2015 at 08:38

    Ég skil þig svo fullkomlega vel – það er eins og þú sért að lýsa minni fjölskyldu og aðstæðum.
    Við misstum Heklu um áramótin og ég veit eins og þú að það var engin leið til baka, þetta var bara búið en það er samt svo hrikalega erfitt og allt svo tómlegt!

    Skeggurinn okkar er 7 ára og hann þekkti ekki neitt annað en að Hekla væri líka svo hann var einmitt eins og Stormurinn þinn – varð bara þunglyndur og vildi ekki éta. Hann var sirka 4 daga að klára dagsskammtinn sinn – það var eins og hann borðaði bara rétt nóg til að lifa. Hann vildi ekkert með okkur hafa, kom ekki þegar maður kallaði á hann og það var eins og hann þyrfti bara að fá að vera í friði. Það var eins hjá honum eins og Stormi – þetta kom ekki strax, það var eins og hann byggist alltaf við því að hún kæmi til baka. Samt fékk hann að skoða ofan í kistuna og þefa af henni eftir að hún dó.
    Stundum segir fólk við mann að það viti hvað maður er að ganga í gegnum en í þínu tilfelli veit ég nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum því ég er í nákvæmlega sömu sporum sjálf.
    Við ákváðum að fá okkur hvolp og fengum lítinn gleðigjafa um miðjan febrúar hann Frosta og vissulega fær atið í kringum hann mann til að gleyma sorginni rétt á meðan en svo kemur hún af fullum þunga um leið og ég hugsa til Heklunnar minnar. Það er ekkert skrítið að maður sakni – hún var helmingurinn af mér í meira en 12 ár og við vorum ótrúlega nánar rétt eins og ég sé að þið hafið verið.

    Hjartaknús á þig og þína og innilegar samúðarkveðjur – minningin um fallega Raffa lifir.

  4. Fanný
    10.04.2015 at 08:39

    Svo hræðilega erfitt að missa. Farið ótrúlega vel með ykkur

  5. Margrét Helga
    10.04.2015 at 09:45

    Úff…elsku kerlan mín…ég tárast nú ekki oft, til dæmis ekki þegar ég horfi á hjartnæm vídeó eða les sorglegar sögur af fólki en núna komu tárin. Fínn svo til með ykkur og finnst þið svo sterk að hafa tekið þá ákvörðun sem var Raffanum fyrir bestu þótt hún væri erfið. Risaknús til ykkar, hann er hjá ykkur alltaf, alls staðar… <3

  6. Bjargey
    10.04.2015 at 10:14

    Ég finn svo til með ykkur, sendi ykkur ljós og kærleika.

  7. Margrét Milla
    10.04.2015 at 10:53

    Úffff hvað ég finn til með ykkur, mig grunar að það sé ekki langt í að við stöndum í sömu sporum. Ég hef hvatt hunda sem barn og unglingur, en mér finnst þetta erfiðara, Spori er meira eins og barnið okkar og ég veit ég fæ aldrei þennan karakter aftur þótt maður fengi sér nýjan hund, kannski fattaði ég ekki þegar ég var barn og unglingur hvað þetta eru ótrúlega ólíkir einstaklingar og hver og einn alveg einstakur.
    Mér finnst yndislegt hvað litli gaurinn þinn segir, með þessu orðatiltæki um ókomin ár haldið þið minningu Raffa á lofti.
    Knús til ykkar

  8. Berglind
    10.04.2015 at 20:39

    stórt knús til ykkar, hef þurft að kveðja frá mér svona dýrmætan vin og það var nú bara í stutta stund í ársdvöld hjá góðu fólki en ég get svo svarið það ég grét næstum því allt þetta ár, ég get því vel ímyndað mér söknuðinn ykkar, við skulum bara vona að tíminn lækni sárin

    Knús og kveðja
    Berglind

  9. HULDA
    10.04.2015 at 21:02

    Knús á ykkur >3

    falleg skrif um sorgina …en hana á einmitt ekki að fela……
    sorg og missir dofnar og breytist ….en hverfur ekki ….

    Kkv.
    Hulda

  10. Fríða D
    10.04.2015 at 21:34

    Æji knús a ykkur <3 alltaf sárt að missa

  11. Anna
    15.04.2015 at 23:31

    Þetta er svo dásamlega fallegar myndir af ykkur með Raffanum ykkar. Það sem hann var heppinn að eiga svona góða fjölskyldu sem elskaði hann svona heitt. Knús til ykkar.

Leave a Reply to Bjargey Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *