Fermingin…

..hennar elsku “litlu” frænku minnar var núna á laugardaginn.
Dagurinn var yndislegur og var það vel við hæfi þar sem að fermingarbarnið er gull í gegn.
Við notuðum sægrænan sísal-dúk og blóm í bleikum tónum.
Vasarnir voru úr gleri og samansafn af hvítum vösum að heiman frá mér og vösum frá systur minni.

…skreytingarnar voru sumar láréttar

..en aðrar lóðréttar 🙂


 
…held að þessi uppröðun hafi verið í mestu uppáhaldi!
…mikil hamingja með gjöfina frá foreldrum og systur sem að var hundur af tegundunni Saluki, mjóhundur

…og til að toppa allt saman þá málaði hann faðir minn, afi fermingarbarnsins, mynd af tíkinni fallegu

…keypti lítil blóm í Europris og festi á kertin, kom svo sætt út
….og svo var það maturinn, eigum við að ræða það eitthvað?

1 comment for “Fermingin…

  1. Anonymous
    12.04.2011 at 13:35

    flottar skreytingar 🙂 og æðisleg myndin 🙂
    kv.Margrét

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *