Gleðilegir páskar…

…en það er ósk mín til ykkar í dag!

03-2015-03-22-154821

Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga.

07-2015-03-22-154911

Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við “kvaðir og skyldur” sem fylgja t.d. jólunum.  Þetta er eiginlega bara svona: “endilega reyndu að hafa það kósý-frí” með dash af óhófi í súkkulaðiáti.

Hver kvartar svo sem yfir því?

08-2015-03-21-123256

Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut.  Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.

10-2015-03-21-123155

Jafnvel þó að stöku ungi læðist með og fái að dvelja ögn lengur en skyldi.

11-2015-03-21-123200

Síðan eru öll þessi egg orðin svo falleg, að það væri bara synd að pakka þeim beint niður eftir nokkra daga.

18-2015-03-21-123232

Smávegis hreiður.

72-2015-03-29-161204

Lítil og krúttaraleg hreiður með ungum – búin að koma sér fyrir hér og þar.

19-2015-03-21-123249

María blessunin passar upp á þetta.

20-2015-03-21-123307

Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér.

24-2015-03-21-181730

Séð yfir “páskaeldhúsið” mitt, í fullum skrúða.

42-2015-03-21-185650

Eins og áður sagði, þá óska ég þér, elsku lesandi, sem og fjölskyldu þinni gleðilegra páska og vona að þið njótið þess að vera saman yfir hátíðina.

54-2015-03-29-155720

Risastórt páskaknús, frá mér og beint til ykkar!

76-2015-03-29-161229

3 comments for “Gleðilegir páskar…

  1. Kolbrún Rósum og rjóma
    05.04.2015 at 17:02

    Gleðilega páska sömuleiðis!

  2. Vala Sig
    05.04.2015 at 17:40

    Gleðilega páska elsku besta

  3. Hulda
    06.04.2015 at 08:14

    Gleðilega páska til þín og þinna 🙂
    KKv.
    Hulda

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *