Hitagrind…

…stendur inni í þvottahúsi hjá okkur.  Hún þjónar sínum tilgangi en gerir reyndar ekki mikið fyrir augað.
Á því ekki mjög margar myndir af henni þar sem að ég geng ekki um að mynda hluti sem að mér finnast ei fagrir en hér sést hún í baksýn á þessum myndum frá 2008.
Forsaga myndarinnar er sú að verið var að þvo uppáhaldsbangsa dótturinnar og hún sat og beið eftir honum allt þvotta prógrammið – jamm, hann Lúlli er mikið elskaður!
En hann elskulegi eiginmaður minn smíðaði kassa utan um hitagrindina og svo var alltaf ætlunin að láta saga til álplötu með götum til þess að hengja á.  Síðan var verið að halda veislu hérna heima og ég gat ekki hugsað mér að hafa svona opið inn í ljótu grindina og fór í Ikea og keypti þar svona flekagardínur og festi upp.
Þetta festi ég einfaldlega bara upp með teiknibólum og þetta hefur ekki hreyfst síðan (komið meira en ár síðan).
Það voru boruð göt ofan á trékassann til þess að hafa aukaloftun, en gardínurnar eru að lofta mjög vel.
Skemmtilegt þegar svona einfaldar og ódýrar bráðabirgðalausnir leysa af hólmi stærri, dýrari og flóknari vanda!  Ætla bara að halda mig við flekana mína.



2 comments for “Hitagrind…

  1. Anonymous
    17.04.2011 at 23:18

    Stórsniðugt, annars hefði enginn tekið eftir grindinni ef þetta fallega barn hefði setið þarna áfram 🙂
    Kveðja Guðrún H.

  2. Kristjana
    14.05.2014 at 09:30

    Vá!!! Þú ert að grínast hvað þetta er brilljant hjá þér!!!! Ég er einmitt með svona ógeðisgrind og erum alltaf á leiðinni að loka henni því þetta er ekki það smartasta hehehe og þetta er alveg ÆÐI og einfalt. Er að spá í kassanum er þetta bara spónarplata?

    Kv. Kristjana

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *