Blúnduljós…

…úr nánast ekki neinu 🙂
Ég fór í Europris, eins og sást í þessum pósti – og um leið og ég kippti með mér doppótta limegræna diskinum og skálinni, þá keypti ég þessa plastdiskamottu á aðeins kr. 199.
Fannst hún vera ansi hugguleg!
Síðan heima átti ég þennan glervasa….
og saman….. la voila!
Mottan er svo stíf að það þarf ekkert að líma eða standa í neinu öðru veseni en að stinga þessu ofan í vasann.  Mjög mikilvægt að passa samt að kertið komi hvergi nálægt eða að það sé eldhætta af þessu, nota t.d. sprittkerti.  Þessi vasi er t.d. svo víður að ég þurfti ekkert að skera af mottunni til að minnka hana.
Alls ekki setja svona ofan í þrönga vasa.
Einnig er snilld að stinga bara ljósaseríu, sem að hitnar ekki, ofan í vasann!
Síðan er náttúrulega hægt að festa þettan á vasann utanverðann – jafnvel að gera göt á plastið með gatara og nota síðan flottann borða og binda slaufu til þess að festa, eða reima eins og korselett 🙂
Nú þar sem að diskamottan er úr plasti þá er þess vegna hægt að skella vatni í vasann og setja blóm í hann!

3 comments for “Blúnduljós…

  1. 19.04.2011 at 09:38

    Vá hvað þú ert alltaf sniðug að detta þessa hluti í hug 🙂 Ég er að spá að næla mér í nokkur svona stykki og setja í neðri hlutan í glugganum í svefnherberginu sem snýr að tröppunum úti, er alltaf með dregið niður því mér finnst eins og það sjáist allt inn en þetta mun hylja en samt hleypa birtunni inn 😀

  2. Anonymous
    19.04.2011 at 13:08

    Þetta er frábær hugmynd og kemur svo vel út.
    Guðrún H.

  3. 19.04.2011 at 17:03

    Snilld!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *