Laaaaangur gaaaaaaangur…

..með of fáum myndum 🙂

Var með þessa hérna grúbbu á ganginum hjá okkur, sem var alveg voða sæt…
…síðan skipti ég út römmunum fyrir aðra ramma, bara svona til að breyta til
en það var sko nóg af veggplássi enn til staðar og eitt er víst að nóg er til af myndum til að hengja upp!
Þannig að fyrst var safnað saman öllum lausum römmum ásamt fleiri blómum
(blómin eru frá UMBRA-merkinu og fást í Tekk)
…byrjaði á þessu hérna og fannst þetta ekki virka, stóra myndin í svarta rammanum var of “þung” að sjá og líka of ofarlega, og mér fannst heldur ekki ganga ramminn með þremur myndunum
…síðan endaði ég með þetta svona
…það sem að mér finnst gott við vegginn er að það er enn nóg pláss til þess að leyfa myndunum að fjölga sér
…ákvað að blanda saman hvítum og svörtum römmun, fyrst tók ég til alls konar mismunandi ramma og ætlaði að spreyja þá (sörpræs!!!) en var ekki hrifin af því hvernig veggurinn kom út þannig – fannst hann verða of “busy”.

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Laaaaangur gaaaaaaangur…

 1. Anonymous
  26.04.2011 at 09:25

  kemur flott út 🙂

  kv. Bryndís

 2. Anonymous
  26.04.2011 at 11:48

  Þetta er rosalega flott, sjálfa dreymi mig um svona mynda vegg.
  Takk fyrir frábært blogg, fylgist spennt með hverjum pósti en er því miður alltof léleg að skilja eftir mig spor.Eins og þeir segja svo vel á enskunni “Keep up the good work”
  Kveðja
  Fjóla Guðjónsd

 3. Anonymous
  26.04.2011 at 23:35

  Finnst þetta æði og flott að blanda saman hvítum og svörtum römmum.
  Kv. Auður.

 4. 29.04.2011 at 18:29

  Við erum einmitt með svona stórann myndavegg heima, endalaust gaman af þeim. Finnst rosa flott hvernig að þú setur blómin inn á milli, kemur rosa vel út!

  Vaka

Leave a Reply

Your email address will not be published.