Fjölmenni…

….eða þannig 🙂
Verandi skreyti- og breytingaglöð kona þá þarf “grey” eiginmaðurinn að þola mikið.  Þó held ég að ég geti fullyrt að ég kaupi enga major hluti eða geri eitthvað svakalegt, án þess að bera það undir bóndann og fá hans blessun.  Ég færi hluti innanhúss án þess að spyrja kóng eða prest, en kaupi ekki án þess að spyrja bóndann.
Ég var lengi búin að vera í rúmgaflspælingum þegar ég rak augun í víraverkin Pier sem að ég keypti.
En þegar ég bar þetta undir bóndann þá komst hann svo nálægt því skemma þetta fyrir mér.  Vitið þið afhverju??
Hann horfði á þetta í smá stund…..
…og svo aðeins lengur og sagði:  “sérðu þetta ekki?”
Ég: “hvað?”
Hann: “þá?”
Ég: “huh?”
Svo sagði hann það fyrir mér og ég held að það sé best að sýna þetta bara myndrænt 🙂
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Muhahahahaha!
Ég ákvað samt að ég væri “ógisslega” huguð og gæti sko alveg sofið í rúmmi með elskulegum eiginmanninum, og svo geimverum og Ghostface-morðingjanum úr Scream myndunum.
Sem sé fjölmenni í okkar bóli, stundum bætast börnin á milli líka ♥
Þrátt fyrir þetta er ég fegin að ég lét hann ekki “skemma” þetta fyrir mér/okkur.  Er enn nokkuð ánægð með að hafa látið slag standa og keypt þetta sem rúmgafl. 

Talandi um að skemma, það minnir mig á að ég keypti nýja hnúða á þessi náttborð fyrir tveimur árum síðan og þeir hafa bara legið í skúffunum af því að bóndinn beitti neitunarvaldinu….haha, neitunarValdi!

Er ekki komin tími til að skella nýjum hnúðum á??

p.s. viðurkennið það, þið sjáið þetta allar núna?? 😉

6 comments for “Fjölmenni…

  1. Anonymous
    29.04.2011 at 14:14

    hahaha – þetta er ekkert smá fyndið – já ég sá þetta líka 😉 þegar close up myndin kom ! en jú – höldurnar upp – þær fá sko mitt atkvæði 😉
    Er einmeitt sjálf í höfuðgaflspælingum. Held ég velji plötu og bólstri hana og setji svo myndir fyrir ofan það t.d. af börnunum
    Kveðja, Alma.

  2. Anonymous
    29.04.2011 at 19:16

    Haha…en sniðugt ;)Og já, höldurnar fá líka mitt atkvæði!
    Annars vildi ég bara þakka þér fyrir ótrúlega skemmtilega síðu. Rakst á hana nýlega og er búin að skemmta mér konunglega við að skoða og fá óóótal hugmyndir. Komin efst í “favorites” 🙂
    Bestu kveðjur, Harpa Mjöll.

  3. Anonymous
    29.04.2011 at 19:35

    Hahahaha.. fyndið, eins og gaflinn er fallegur þá sér maður ekkert nema gaurana eftir að þú bendir á það:) En höldurnar eru geggjaðar 🙂

    kv,
    Helena

  4. 01.05.2011 at 11:58

    hvar fékkstu þessar fallegu höldur?

  5. Anonymous
    01.05.2011 at 22:33

    Hefði sko aldrei séð þessi andlit nema þegar þú segir það 😉

    Flottar höldur.

    Kv Auður.

  6. 03.05.2011 at 00:18

    Sara, höldurnar voru keyptar í Bergís heildversluninni þegar að hún var til. En annars held ég að þetta sé Lisbeth Dahl og fást þá sennilegast í Tekk 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *